Húnavaka - 01.05.1974, Page 66
STEINGRÍMUR DAVÍÐSSON, fyrrv. skólastjóri:
onu
Samkvæmt réttum heimildum fornum bjó Þórdís spákona, undir
Felli. Fjallið hefir fyrst verið nefnt Fell. En eftir daga Þórdísar var
bærinn kenndur við spákonuna, og nefndur Spákonufell, og ber
það nafn enn, eða jörðin, bærinn er horfinn.
Nafn fjallsins var þá og kennt við spákonuna, en bætt við „borg“,
þ. e. dregið af klettaborginni fagurmótuðu, er krýnir fjallið, og
heitir því Spákonufellsborg, glæsilegt nafn, er sæmir svo fögTu fjalli.
Leynidalir, heita gróðurríkar skálar norðan í Spákonufellsborg.
Þar voru djúpmið fornmanna svo sem segir í fornu erindi.
Mið veit ég mörg,
Matklett á Björg.
Hirði ei þó Kaldbak kali,
Kyrpingsfjall í Leynidali.
Komi þá enginn kolmúkur úr kafi,
er ördeyða í öllu Norðurhafi.
Þórdís spákona (völva) fóstraði upp að nokkru Þorvald víðförla
Koðránsson frá Stóru-Giljá. Kenndi Þórdís honum forn fræði og
siði góða. Sá hún og til þess að Þorvaldur fékk ósvikinn farareyri,
út í hinn viðsjála heim, en gott uppeldi var það fararnesti er dugði
ihonum til dáða og viturlegra ráða.
Má segja að kvenskörungurinn Þórdís spákona liafi lagt grund-
völlinn að kristinni kirkju á íslandi.
Þórdís spákona átti kistu mikla. I kistunni geymdi Þórdís skart-
gripi sína, voru sumir gerðir úr brenndu silfri, en aðrir af gulli.
Auk skartgripanna var mikið gull í kistunni. Þar voru og geymd