Húnavaka - 01.05.1974, Page 71
SOFÍA JÓHANNSDÓTTIR, Holti:
Kvenfélag Svínavatnshrepps
100 ára
Á þessu ári eru 100 ár liðin síðan fyrsta kvenfélag í Austur-Húna-
vatnssýslu var stofnað. Reyndar var það eitt af allra fyrstu kvenfé-
lögum á landinu. Þetta kvenfélag var í Svínavatnshreppi.
Húnavöku finnst sæma að minnast þessa afmælis, og birtir í því
tilefni erindi, er flutt var á Sambandsfundi norðlenskra kvenna, er
haldinn var á Húnavöllum árið 1971. Erindið er samið af Sofíu
Jóhannsdóttur, Holti.
Fundarkonur og aðrir gestir.
Ég hef verið beðin að segja í stórum dráttum frá uppruna kven-
félaga í minni sveit, Svínavatnshreppi. F.n þar sem ég er lélegur
sagnfræðingur, verður þetta mjög í molum, og styðst ég aðallega við
grein Guðrúnar J. Briem í Hlín frá árinu 1926. Væntanlega munu
mér hæfari manneskjur gera þessu efni verðugri skil áður en langt
um líður.
Það mun hafa verið um 1870, sem konur í Svínavatnshreppi tóku
að ræða um það, að æskilegt væri að stofna með sér félagsskap, og
hófu undirbúning þeirra mála.
25. nóvember 1874 komu þær saman í Sólheimum og stofnuðu
með sér félag, sem hlaut nafnið Kvennafélag Svínavatnshrepps. Þær
settu félagi sínu lög, sem vissulega bera svipmót síns tíma, en eru
um margt mjög merkileg og sína, að konur þessar skildu nauðsyn
andlegrar og verklegrar menntunar og menningar yfirleitt.
í almanaki Þjóðvinafélagsins á árunum 1870—1880 er við og við
getið starfsemi þessa félags. Að það haldi uppi kennslu fyrir ungar
stúlkur í sveitinni, og hafi ennfremur fengið inn í sveitina bæði