Húnavaka - 01.05.1974, Side 72
68
HÚNAVAKA
sauma- og prjónavélar, sem þá voru að byrja að flytjast til landsins.
Sýnir það með öðru hvað þær voru framsýnar. Eftir að kvennaskóli
var stofnaður í Húnavatnssýslu, mun hafa farið að draga úr störfum
félagsins.
Þegar félagið hættir störfum, er sjóður þess, krónur 200,00, lagður
í Söfnunarsjóð íslands og heitir hann Styrktarsjóður til menningar
ungum stúlkum í Svínavatnshreppi. En það gerist í september 1890.
Eru þá um 16 ár liðin frá stofnun félagsins.
LÖGIN
1. gr.
Það er tilangur félagsins að efla allskonar framför kvenna í Svína-
vatnshreppi, með skrift, reikningi, þrifnaði, reglusemi í hússtjórn,
barnameðferð, allri ullarvinnu, vefnaði, saumaskap, mjólkurmeð-
ferð og matartilbúningi yfirhöfuð, einnig hagfiæðilegi'ar meðferðar
á öllum heimilisföngum.
2. gr.
Allt kvenfólk, gift og ógift, sem gengur í félagið á að taka eitthvað
fyrir sig að læra, eftir því sem staða þess frekast tillætur (sbr. 1. gr.)
til eflingar augnamiði félagsins, en forsómi nokkur tilskilin lærdóm,
áminnist hún í fyrsta sinn af félagsstjórninni, en sýni hún fram-
vegis hirðuleysi þar í, verður hún álitin gengin úr félaginu og missir
atkvæðisrétt á félagsfundum.
3. gr.
í stjórnarnefnd félagsins skal fyrst um sinn kjósa 3 konur, 1 For-
sætu, aðra fyrir skrifara og þriðju til vara, og hafa þær starf sitt ár-
langt, en eigi lengur nema þær séu endurkosnar, en engin má skorast
undan nefndarkosningu.
4. gr.
Forsæta kallar nefndina til funda svo oft sem henni virðist nauð-
synlegt til að ræða um framfarir félagsins og semja uppástungur til
nýrra framfara er við mætti koma.