Húnavaka - 01.05.1974, Síða 73
HÚNAVAKA
69
5. gr.
Forsæta skal sjá um, að lögum þessum sé hlýtt, sömuleiðis öllum
samþykktum, sem gjörðar verða á félagsfundum, hún kveður til
funda og stýrir þeim og birtir þar til allar uppástungur nefndarinnar,
og önnur málefni er félaginu viðkoma, safnar atkvæðum, og segir
fyrir hvernig þau skuli gefin, á hverjum aðalfundi skýrir hún frá
athöfnum félagsins hið liðna ár.
6. gr.
Forsæta hefur rétt til, ef hún vill, að kjósa sér til aðstoðarmann,
sem verður að vera skynsamur bóndi innan hrepps, en í forföllum
hennar gegnir sú, sem er til vara í nefndinni störfum hennar, og
hefur hún þá sama rétt sem Forsæta.
7. gr.
Sú í stjórnarnefndinni, sem gegnir skrifarastörfum, má kjósa sér
aðstoðarmann með sömu skilyrðum og til er tekið í 6 .gr. Hún skal
halda bréfabók í hverja hún ritar það, sem fram fer á fundum, einnig
allar framkvæmdir félagsins, hún veitir skjölum félagsins móttöku
og geymir þau vandlega, hún semur nafnaskrá yfir allar þær, sem í
félaginu eru og ritar hana í gjörðabókina, sömuleiðis skal hún vera
Forsætu til aðstoðar, eftir því sem henni er mögulegt.
8. gr.
2 skulu vera fundir félagsins á ári hverju, og skal aðalfundur hald-
inn milli sumarmála og krossmessu þar sem Forsæta ákveður, en
haustfundur eftir vetrarnætur. Þar að auki kveður hún til auka-
fundar, þegar henni þykir nauðsyn bera til þess.
9. gr.
Þá er fundur lögmætur þegar helmingur allra þeirra, sem í fé-
laginu eru, sækja fundinn.
10. gr.
Á aðalfundi skal, auk þess sem áður er sagt (sbr. 5. gr.), rætt og
ályktað hvað félagið álítur best henta með vinnubrögð kvenna þeim
til framfara og hvað spara megi af útlendum varningi og munaðar-