Húnavaka - 01.05.1974, Síða 75
HÚNAVAKA
71
15. gr.
Kostnað þann, sem leiðir af skrifarastörfum félagsins, verður ekki
borgaður, en gjörðabók verður félagið að borga eftir ráðstöfun
stjórnarnefndarinnar.
16. gr.
Félagið telur ár sitt frá fardögum til næstu fardaga.
17. gr.
Ef einhver vill segja sig úr félaginu, verður hún að gjöra það
einum mánuði fyrir aðalfund.
18. gr.
Þegar aðalfundur, með nægum atkvæðafjölda, álítur nauðsynlegt
að þær sem í félaginu eru greiði árstillag, sem ber að ákveða, til að
stofna sjóði til þess að útvega hentugar vinnuvélar við saumaskap,
ullarvinnu, ostagjörð, ölgjörð m. fl„ og veita styrk efnalitlum, nám-
fúsum stúlkum til að læra að stýra þeim með því skilyrði, að þær
á eftir, þegar náminu er lokið, kenndu þau kvenfólki 3ja ára tíma
innan hrepps fyrir sanngjarna borgun. Uppástungur þessu viðvíkj-
andi fá ekki gildi á fundi nema % allra atkvæða sé með henni eins
og breyting á félagslögum þarf sama atkvæðafjölda.
19. gr.
Ef þær, sem í félaginu eru, vilja breyta lögum þessum, skal bera
upp skriflega uppástungu þar um, sem sendist Forsætu tveim mán-
uðum fyrir aðalfund og verður það ei að lögum nema með þeim
atkvæðafjölda, er til er tekinn í 18. gr.
Lög þessi samþykktu og undirskrifuðu á fundi í Sólheimum 25ta
nóvember 1874.
Ingiriður Pálmadóttir, Sólheimum.
Salome Þorleifsdóttir, Stóradal.
Jóhanna Steingrimsdóttir, Svínavatni.
Helga Jónsdóttir, Tindum.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tungunesi.
Rósa Kristjánsdóttir, Ásum.
Sigurlaug Björnsdóttir, Ytri-Löngumýri.
Guðrún Sveinsdóttir, Litla-Búrfelli.