Húnavaka - 01.05.1974, Page 76
72
HÚNAVAKA
Hvers vegna aðeins átta konur undirrita þessi lög er nokkuð
undarlegt, því í áðurnetndri grein Guðrúnar Briem er fullyrt, að
margar konur, hvarvetna að úr sveitinni, hafi verið í félaginu og
starfað með því.
Svo líða árin.
3. júlí 1927 eru við messu á Svínavatni kosnar þrjár konur í nefnd
til að undirbúa stofnun kvenfélags í sveitinni. Var frú Þóra Jóns-
dóttir á Auðkúlu formaður hennar. 4. september sama ár mættu
12 konur að Auðkúlu og stofnuðu félag, sem hlaut nafnið Hið nýja
kvenfélag Svínavatnshrepp, og var Jóhanna Jóhannesdóttir á Svína-
vatni kjörinn formaður.
Þetta félag hafði líka á sinni stefnuskrá menntun, mannúð og
menningu yfirleitt. Það hélt handavinnusýningu og skemmtun og
mun hafa annast hjálparstarfsemi. En því miður lagðist það niður
eftir tvö ár.
Og enn er hljótt um kvenþjóðina í Svínavatnshreppi. En átjánda
sunnudag sumars 1944 koma sjö konur saman að Sólheimum og
stofnuðu enn eitt kvenfélag, og var Guðrún Sigvaldadóttir á Mos-
felli kjörinn formaður. Þetta félag starfar á líkan hátt og gerist með
hliðstæðan félagsskap, og telur nú tuttugu og tvo félaga.
Margan kann að undra hve illa hefur gengið að halda þessum fé-
lagsskap saman, þar sem jafn miklar hæfileikakonur og hér um ræðir
áttu hlut að. En ég tel, að það sé lega sveitarinnar, sem veldur. Hún
lá mjög illa við samgöngum. Sveitin er tveir dalir, sem heita Svína-
dalur og Sléttárdalur, Blöndudalur hálfur (vestan Blöndu) og svo-
kallaðir Bakásar, að ógleymdum nokkrum bæjum norðan og austan
við sjálft Svínavatnið.
Yfirleitt var langt á milli bæja, og víðast hvar votlent. Fáar voru
þær bæjarleiðir í sveitinni þar sem ekki þurfti að fara yfir meiri og
minni keldur og flóa. Skal því engan undra þó ýmsum konum, eink-
um þeim eldri, hrysi hugur við meiri ferðalögum en þær töldu
nauðsynlegt, þótt löngunin til félagsstarfa væri mikil.
Ogeinhvern tíma sagði Guðmundur Einarsson í sveitavísum:
Svínadalur elur ær,
og ógnar sauðafjölda,
en hann er ekki flóum fær
fyrir mennska hölda.