Húnavaka - 01.05.1974, Page 77
HÚNAVAKA
73
Nú er kominn akvegur heim á livert býli.
Náttúran hefur séð íbúum þessarar sveitar fyrir nægum verkefnum
við að ræsa fram og rækta allar þessar mýrar.
En þetta á hvorki að vera landafræðitími eða búnaðarsaga, því læt
ég þessu lokið og þakka fyrir.
Nú þegar þessi þáttur fer á prent eru félagar í kvenfélagi Svína-
vatnshrepps 25. í stjórn eru: Sofía Jóhannsdóttir, Holti, formaður.
Snjólaug Þóroddsdóttir, Geithömrum, gjaldkeri og Hanna Jóns-
dóttir, Stekkjardal, ritari.
ÓDAUNS iiRENNIVÍN
„Brennivín styttir dagana og er rennandi eldur, sem brennir upp og fortærir
lífinu með her miklum sjúkdóma, hverjum það veldur en spillir mörgum áform-
um, ásamt siðgæði og lunderni manna. Samt telja rnargir læknar það erfiðis-
fólki, með sparnaði brúkað, miklu síður skaðvænt en kaffi, og sú er reynsla orð-
in fjölda þjóða eins og vorrar, hverri þetta endurhressingarmeðal (brennivín)
er fyrir löngu orðið, sem öðrum, að vanans nauðsyn; flytzt því mikið hingað
og kaupist á hverju ári. Eigi það að valda sem minnstum skaða, jjarf að brúka
það spart og í hófi; líka ríður mjög á að það sé gott og ómengað, og að menn
ekki kaupi í þvi vatn fyrir vín, eða ímenguð óholl, skemmd skerpandi eíni. Það
er með því tilliti, að konungar vorir hafa gott gjört kaupmönnum, eftir potta-
eður tunnutölu, talsvert fyrir flutning góðs, ómengaðs Kaupmannahafnar-
brennivíns, sem reynist 6 gráðu sterkt, til íslands, og svo ætti það því hér að
reynast og reynist hjá mörgum. Samt má útaf því hjá sumum bera, því alþekkt
er dauft, smekkslæmt og svokallað forbrennt og ódauns brennivín."