Húnavaka - 01.05.1974, Page 78
BIRGIR ÞORBJÖRNSSON:
Frá Japan til Islands
Skipshöfnin á skuttogaranum Arnari, er sigldi honum frá Japan
til Skagastrandar:
Guðjón Ebbi Sigtryggsson skipstjóri,
Birgir Þorbjörnsson 1. stýrimaður,
Árni Sigurðsson 2. stýrimaður,
Kjartan Kjartansson 1. vélstjóri og var jafnframt um-
sjónarmaður við smíðina, fyrir hönd Skagstrendings.
Jón Helgason 2. vélstjóri,
Reynir Sigurðsson 3. vélstjóri,
Gylfi Sigurðsson matsveinn,
Gunnlaugur Árnason,
Óskar Kristinsson og
Gylfi Guðjónsson hásetar.
Birgir Þorbjörnsson, hvað getur þú sagt okkur frá hinni miklu
ferð í kringum jörðina? Það vill nú svo undarlega til að fyrsti Skag-
strendingur, er sigldi kringum jörðina, fyrir 70—80 árum síðan, var
héðan ættaður af Ströndinni, og við vitum ekki nema þú sért sá
annar, sem fer þessa ferð. Reyndar fór hann sjóveginn, en þú fórst
töluverðan hluta í loftinu. Og hvað viltu nú segja okkur þegar þú
kemur frá þessu fjarlæga landi Japan?
já, við vorum þarna nokkrir saman Skagstrendingarnir, og við
flugum vestur um haf, fórum 11. ágúst frá Keflavíkurflugvelli með
viðkomu í New York, vorum þar eina nótt, flugum svo þaðan til
Alaska til borgar sem heitir Fairbanks, en þar var millilent og síð-
an haldið beinustu leið til Tokyo. Þangað komum við seinnihluta
dags 13. ágúst. Þá vorum við að sjálfsögðu búnir að fljúga vestur