Húnavaka - 01.05.1974, Page 79
HÚNAVAKA
75
yfir 180° lengdarbauginn, en hann gerir það strik í reikninginn að
flýta verður klukkunni um 24 tírna. I Tokyo vorum við í nokkra
daga og gátum lítillega skoðað okkar þar um. Það er vitanlega ekki
liægt að skoða mikið á svo stuttum tíma í svo stórri borg.
Var það ekki eins og undraheimur að sjá þjóðlífið á götunum
og húsin?
Jú. Það má segja að þetta er allt ólíkt því, sem er hér heima og
þó maður hafi farið til margra borga hér í Evrópu, þá er þetta allt
ólíkt. Það er svo mikill manngrúi og það sem kom eiginlega mest
við mann var hitinn, hann lék okkur oft töluvert grátt.
Svo komuð þið í skipasmíðastöðina, þar sem skipið var smíðað?
Já, við gerðum Jrað, en það má skjóta því hér inn í að við fórum í
skoðunarferð með fleira fólki af hótelum þarna í Tokyo og skoðuð-
um m. a. Keisaragarðinn, það er gamall garður þar sem keisarinn
býr víst enn, eða að minnsta kosti bjó. Það er geysilega stórt flæmi
BIRGIR ÞORBJÖRNSSON frá Flankastöðum í Höfðakaupstað er fæddur
5. febrúar 1944. Hann hóf sjómennsku ungur. Lauk fiskimannaprófi 1965
og síðan réð hann sig í siglingar frá því í febrúar til júní 1967 á skipum,
er sigldu um Miðjarðarhalið, milli Marokkó og Marseille á Frakklandi.
Hann lauk farmannaprófi 1968, var síðan tvö og hálft ár á Haferninum,
þar af stýrimaður í eitt og hálft ár, en skip þetta flutti upphaflega olíu, en
var síðar notað til að flytja kost og vatn til síldveiðiflotans og taka við síld
af skipunum og flytja til verksmiðjanna á landi.
Birgir Þorbjörnsson hefur verið 1. stýrimaður á fiskiskipum Skagstrend-
ings um árabil. Hann er kvæntur Helgu Dóru Ottósdóttur.