Húnavaka - 01.05.1974, Síða 82
78
HÚNAVAKA
dvöldum þar. Skipasmíðastöðin á þennan klúbb og þarna höfðu
einnig verið skipshafnirnar af skipunum, sem voru byggð á undan
Arnari. Það var farið að bíða eftir okkur þegar við komum. Það
átti að fara reynslusiglingu, svo að við rétt skutumst inn með farang-
ur okkar og fórum svo niður á bryggju, þar sem skipasmíðastöðin
er. Þá fórum við okkar fyrstu ferð með Arnari og vorum nokkra
klukkutíma í þeirri reisu.
í Skipasmíðastöðinni tóku á móti okkur, þeir sem voru komnir á
undan okkur, Ebbi skipstjóri, Jón Helgason 2. vélstjóri og Kjartan
1. vélstjóri. Þær létu nú ekki mikið yfir sér byggingarnar í skipa-
smíðastöðinni, að mér fannst, það hefði kannske sumt af því verið
talinn lélegur aðbúnaður hér heima. Afköstin aftur á móti, þau eru
mikil, þeir afgreiða þessi skip á ótrúlega stuttum tíma og eru með
mörg skip í takinu í einu, enda er mikið lið, sem þeir hafa við að
vinna að þessum verkum. Þeir voru með í smíðum flutningaskip og
svo fiskiskip fyrir Japani sjálfa, svolítið öðruvísi í útliti, heldur en
við eigum að venjast. Ég fór um borð í eitt þeirra. Klefar og annar
aðbúnaður áhafnarinnar er mun lakari og minna rýrni en við þekkj-
um á íslenskum skipum. Þeir virðast vera nokkuð langt á eftir okk-
ur í þeim efnum. Þeir eru að sjálfsögðu mikið fleiri en við á þessum
skipum, svo að þeir verða nú að fara sparlega með plássið. Annars
eiga þeir orðið gríðarlega stóran fiskiskipaflota og fiska mikið af
allskonar tegundum af fiski eins og allir vita, norður í höfum meðal
annars. Eiga þeir oft í höggi við, eftir því sem við heyrðum sagt,
rússnesk varðskip í kringum eyjar, sem þeir deila um, Rússar og
Japanir og kemur oft til árekstra á milli Jjeirra.
Við höfðum þarna til afnota herbergi fyrir okkur, í skipasmíða-
stöðinni. Þar höfðum við okkar aðbúnað, borðuðum og skiptum um
föt. Það var skylda að vera með hjálma á höfðinu, en okkur fannst
það nokkuð heitt. Einnig fengum við fingravettlinga til að vera
með, hvíta, þunna, sem var mjög þægilegt, það var eins og rnaður
væri alltaf óhreinn á höndunum í þessurn hita og svita, hvað sem
maður gerði, og þó maður gerði ekki neitt. Eins eru þeir með stykki
sem má helst líkja við lítil handklæði, sem þeir nota mikið og vefja
um hálsinn á sér og er það ótrúlegt að það skuli vera bót að því í
hitanum, en það tekur á móti öllum svita og þægilegt að þurrka
framan úr sér um leið.
I skipasmíðastöðinni vorum við í nokkra daga, vorurn að vinna