Húnavaka - 01.05.1974, Page 83
HÚNAVAKA
79
Keisaragarðurinn i Tokyo.
um borð í skipinu, læra á tækin og meðhöndlun þeirra. Eins og ég
sagði áður, þá rak skipasmíðastöðin þennan klúbb, þar sem við
héldum til, hann var rekinn á japanska vísu. Það voru hjón sem
sáu urn reksturinn, ásamt aðstoðarfólki og þau voru nefnd í daglegu
tali mamma og pabbi San. Þetta San er eitthvert virðingarheiti Jap-
ana og ef það er ÓSan, þá er það víst eitthvað æðra. Það voru ýmsir
hættir, sem við urðum að venja okkur við. Inniskómenning þeirra
er mjög háþróuð, þegar komið er inn úr aðaldyrunum, kemur mað-
ur að lítilli upphækkun og á hana er raðað inniskóm, í langri röð.
Þeir voru nú að vísu nokkuð litlir fyrir okkar stóru fætur, hælarnir
vildu standa afturaf, en það gerði nú ekki svo mikið til. Það er skipt
um skó, ef farið er á snyrtingu þá eru þar aðrir inniskór, svo verð-
ur að fara úr þeim þegar farið er inn í herbergin. Við sem bjuggum
á efri hæðinni, sváfum á strámottum, en nokkrir bjuggu niðri og
þar voru rúm. Við borðuðum þarna líka, maturinn var nú frekar
einhæfur, Jró hefur sennilega eitthvað verið reynt að hafa við okkar
hæfi. Það var mikið um kjúklinga og tvisvar fengum við lax, sem
bragðaðist ágætlega, var hann mjög líkur okkar íslenzka laxi. Þarna
var hægt að kaupa Jrað sem maður vildi drekka, bæði sterkt og létt.