Húnavaka - 01.05.1974, Síða 84
80
HÚNAVAKA
Eitt af því seni maður varð nú hvað hrifnastur af og tók mikið
eftir var baðið hjá þeim og varð okkur oft tíðrætt um þessa bað-
menningu, það litla sem við kynntumst henni. Þeir fara aldrei ofan
í baðker án þess að þvo sér fyrst, þeir nota til þess litlar handsturtur,
sápa sig vel og þvo og fara síðan ofan í baðkerið, sem víða er mjög
stórt. Fara þá jafnvel margir í einu í sama liaðkerið. Þetta virðist
allt saman geta farið fram í miklu bróðerni hjá Japönum og gerði
það hjá okkur líka og við notuðum okkur óspart Jretta bað. Það
gerði okkur gott, þegar við komum úr skipasmíðastöðinni á kvöldin
heitir og sveittir. Þá var mjög afslappandi að geta farið í bað. Al-
menningsböð eru um allt í Japan og þar baða sig gjarnan saman,
karlar og konur. Annars eru konurnar undirgefnar og öðruvísi hugs-
unarháttur hjá þeim heldur en við eigum að venjast. Rauðsokku-
hreyfingin ekki vöknuð til lífsins ennþá.
Við ferðuðumst ekki mikið í kringum Muroran, Jreir sem voru
komnir á undan okkur höfðu eitthvað skoðað sig um. Þarna var
mikill og stórvaxinn gróður, enda er þarna rigningasamt. Það voru
rigningar meðan við vorum, alveg óhemju úrfelli, svo að rann eftir
götunum. Niðurföll höfðu ekki við. Maður varð holdvotur á nokkr-
um sekúndum, ef maður var úti við í mestu dembunum.
Brátt kom að því að skipið varð klárt og haldið skyldi af stað heirn.
Við drógum okkar fána að hún, daginn sem skipið var afhent okkur
formlega Jr. e. 22. ágúst. Þá var haldið smá hóf okkur til heiðurs á
hóteli Jrarna í bænum. Þar mættu líka menn frá skipasmíðastöðinni,
forstjórar og aðrir, sem um skipasmíðina sáu og einnig Bolli Magn-
ússon, en það er skipatæknifræðingur, sem sá um smíði allra skip-
anna. Var nóg að borða og drekka og Geisur gengu um beina og
sáu um að allir hefðu nóg. Ræður voru haldnar og þeir báðu okk-
ur að syngja, þeir höfðu komist að því að við vorum með gítar og
gátum sungið. Við sungum fyrir þá og þeim virtist líka Jrað vel, Jró
að við værum nú kannske ekki alveg klárir á textunum, kom það
ekki að sök, Jrví að Jreir skildu ekki íslenskuna. Þeir sungu líka fyrir
okkur og Jretta fór allt prýðilega fram.
Þegar við leystum landfestar 24. ág., mætti margt fólk niður á
bryggju, frá skipasmíðastöðinni, af skrifstofunum, karlmenn og
kvenfólk, veifuðu okkur og óskuðu okkur góðrar ferðar. Við sigld-
um frá Muroran reynslunni ríkari af kynnum okkar af Japönum,
Jrað má segja góðum kynnum, því að Japanir reyndust okkur mjög