Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 86
82
HÚNAVAKA
En þessir menn frá japanska sjónvarpinu vildu endilega að við
tækjum þátt í dansinum, og við drifum í því þrír og það tókst það
vel, verður maður að álykta, því okkur var klappað lof í lófa og þetta
kom í sjónvarpinu nokkrum kvöldum seinna, en til allrar ólukku
þá sáum við ekki sjálfir myndina.
Svo við víkjum að heimferðinni, sigldum við út á Kyrrahafið, sem
er enginn smá pollur og tókum stefnu á fyrsta áfangann sem voru
Hawaieyjar og þetta var löng sigling, með bjarta og heita daga,
menn lágu í sólbaði á daginn og urðu fljótt brúnir á skrokkinn.
Þetta var reyndar tilbreytingarlítil sigling að mörgu leyti. Þarna
var svolítið um fugla m. a. höfðum við fugl um borð mest alla leið-
ina til Hawaieyja, hann drakk og borðaði hjá okkur. Hann var illa
haldinn þegar liann kom um borð, en var orðinn sprækur þegar við
komum til Hawai og hvarf þar í land. Einnig þótti okkur gaman að
fylgjast með því að það var einhver súlutegund, sem fylgdi okkur
eftir í nokkra daga. Það var reyndar þegar við vorum farnir frá
Hawai á áfanganum til Panama. Súlurnar sváfu á nóttunni uppi í
frammastrinu hjá okkur og fóru svo á veiðar á morgnana og veiddu
flugfiska sem flugu undan skipinu. Þessar súlur voru gríðarlega
fimar við veiðar, steyptu sér yfir þá og gripu á flugi. Við sáum svo-
lítið af hvölum og einhverja svona stærri stökkfiska. Eina sæskjald-
böku sáu strákarnir einhvers staðar á leiðinni. Þetta er nú það helsta,
sem maður sá af dýrum.
Ferð okkar gekk vel frá Japan til Hawai, eins og reyndar allt
ferðalagið. Við komum til Hatrai að morgni 5. sept., vorum lóðsaðir
inn á höfnina í Honolulu og tókum jDar að sjálfsögðu vatn og olíu.
Við vorum jíarna rúma tvo daga og mér þótti persónulega það
skemmtilegasta við ferðina að koma þar. Veðráttan er alveg einstök,
það var að vísu mollulegt um borð í skipinu, en þegar maður var
kominn í land var ágætt að ganga um, því það var mátulegur hiti.
Við fórum mikið í land, bæði á daginn og kvöldin og skoðuðum
okkur um. Við syntum í sjónum og sóluðum okkur á baðströnd-
inni, þar sem var mikið líf og fjör, þarna er mikið af hótelum og
ferðafólki. Ameríkanar eru þarna mikið, enda eru Hawaieyjar ein
stjarnan í fánanum þeirra. Við skemmtum okkur þarna og keypt-
um eittlivað af minjagripum. Minnisstæðasta skemmtunin fannst
mér vera þegar við fórum allir eitt kvöldið á stað, þar sem voru
mikil skemmtiatriði, við sátum við borð undir laufkrónum stórra