Húnavaka - 01.05.1974, Page 88
84
HÚNAVAKA
um sig er aðeins hærra en hitt, en síðan gat maður siglt inn í skurð-
inn, sem er töluvert langur, það tók um 6—8 tíma að sigla þarna í
gegn. Það voru margir krókar og beygjur á þessum skurði. Þegar
við vorum að koma að austurendanum, þurftum við að bíða þar
líka dálítinn tíma, lögðumst þar við akkeri. Þar tókum við okkur
sundsprett í skurðinum. Við spurðum lóðsinn um dýralíf í skurð-
inum, og hann sagði okkur að meðal annars væru krókódílar í hon-
um, en okkur væri óhætt að synda í skurðinum, því sennilega væru
krókódílarnir hræddari við okkur en við við þá. Og ekki sáurn við
neinn krókódílinn.
í skurðinum er víst nokkuð mikið um fisk og skjaldbökur og alls
konar kvikindi og þarna sáum við mikið af fuglum, meðal annars
þann fræga fugl, Pelikan og Flamingofuglinn líka. Þarna var líka
rnikið af alls konar skordýrum, eins og við vorum reyndar búnir að
sjá mikið af í okkar ferð, í Japan t. d. risastórar flugur og bjöllur.
sem okkur var ekki of vel við að kæmu nálægt okkur. Þarna bar
mikið t. d. á fiðrildum, stórum og fallegum.
En svo kom að því að við færum niður tröppurnar, niður úr
skurðinum og það gekk allt vel. Það eru sérstakir vagnar á spori,
sem draga skipið í gegnum þessar dokkir, þetta er mjög fjölfarin
leið, þarna fara í gegn stór skip, jafnvel tug þúsund tonna skip. Við
fórum upp að hafnargarði í borginni, sem stendur við austurenda
skurðarins, hún heitir Cristobal og þar tókurn við vatn og olíu,
síðan lágum við á annan sólarhring úti á ytri höfninni. Þarna í
Cristobal er mikið um kynblendinga. Indíánakynblendingar, dökkir
á brún og brá og mikið um blandað fólk og Jreir geta verið dálítið
varhugaverðir í umgengni, ef verið er að eiga viðskipti við þá. Ég
kynntist ekki neinum persónulega, talaði smávegis við náunga, sem
var uppi á olíubryggjunni og Jrað voru mín einu kynni af Jreim.
Þeim Jrótti Jiað heldur lítilfjörlegt hjá okkur íslendingum að eiga
ekki nema eina konu, Jrví þarna er fjölkvæni leyft og barnafjöldi
mikill. Þeim gekk illa að skilja Jrað að ekki væri leyfilegt að eiga
nema eina og liéldu helst að það væri vegna þess að við hefðum svo
lítið kaup, að við hefðum ekki efni á að eiga nema eina. Þarna er
mikil fátækt og fólk virðist ekki hafa það of gott eins og er víða í
þessum suður-amerísku ríkjum, eftir því sem maður hefur heyrt
sagt og Jrá sérstaklega Indíánar, Jreir virðast víða vera lægra settir.
Við fórum frá Cristobal, eftir tveggja sólarhringa dvöl og lögðum