Húnavaka - 01.05.1974, Page 90
86
HÚNAVAKA
heyrðu að þetta var íslenskt skip, vildi skipstjórinn endilega fá að
spjalla smávegis við okkur. Hann sagðist hafa verið í eina tíð tog-
araskipstjóri og þá fiskað m. a. á Islandsmiðum.
Er það ekki áhrifamikið, eftir svona langa útivist, að sigla hér
inn flóann og sjá heimafjöllin?
Það er þannig nú til dags að þessi skip hafa öll fullkomin radar-
tæki og fyrsta landkenning, sem maður hefur hérna af Skaganum
og Skagaströndinni, er Fjallsöxlin svokallaða fyrir ofan Fjall. Það
er það fyrsta, sem maður sér á radartæki. Auðvitað er garnan að sjá
heimafjöllin, þegar maður nálgast og fer að sjá þau berum augum
og ekki er hægt annað en gleðjast af að sjá jafn fallegt fjall og Spá-
konufellið, ekki síst eftir svona langa ferð, sem tók okkur 53 daga.
KLÆÐATÍSKA BREYTIST
„Það hafði lengst verið á landi hér, að fyrirmenn báru kjóla og bændur höfðu
mussuföt, en konur flestar hempur yfir klæðum, og falda, en þær, er mikillátar
voru, skjöldu og knappa og bekti og annan silfurbúnað á skartsklæðum sínum;
en síðan um aldamótin tók sá búningur mjög að breytast; tóku konur margar
upp hatta og treyju og frakka, á danskan hátt; en fyrirmenn margir tóku upp
treyjur að jafnaði og höfðu eigi kjóla nema til viðhafnar, og þá stutta, og
margir bændur tóku það eftir þeim, og enn minniháttar menn og lausingjar að
búast treyjum."
Jón Espólin (Arbtekur).
ÓÁRAN í MANNLÍFI
Ogmundur Sigurðsson prestur á Tjörn á Vatnsnesi segir í sóknarlýsingu sinni
1840; „í þau þrjú ár, ég hef hér verið, hefur hafís komið hvert vor, ætíð í kafalds-
hríð, og nú í vetur, þann 20. janúar, er hann orðinn landfastur. Afleiðingar hans
eru einkum kláði á mönnum, korka og óþrif á fénaði og liindrun grasvaxta."