Húnavaka - 01.05.1974, Page 91
Ovenjuleg brúhkaupsveisla
Gömul munnmœlasaga skrifuð upp af Bjarna Júnassyni,
Eyjólfsstöðum.
Á síðari hluta 19. aldar voru á bæ einum í Áshreppi í A.-Hún.
trúlofuð hjónaefni, sem ákveðið höfðu að gifta sig. Hjónaefni þessi
höfðu látið lýsa þremur lýsingum úr predikunarstóli, eins og reglur
kirkjunnar ákváðu á þeirn tíma.
Á þeim árum, sem saga þessi gerðist, var það mjög í tísku að hjón,
sem giftu sig héldu stórar brúðkaupsveislur og byðu til þeirra fjölda
manns.
En þannig stóð á hjá þessum hjónaefnum, að þau voru bláfátæk
og treystu sér ekki til þess að standast þann kostnað, sem af brúð-
kaupsveislu leiddi. Hins vegar var þeim kunnugt um að almennings-
álitið leit það mjög illu auga, ef hjón giftu sig í kyrrþey, og án þess
að halda brúðkaupsveislu. Hér var því úr vöndu að ráða.
Þorlákur, en svo hét hinn umræddi brúðgumi, bar þessi vandræði
undir kunningja sinn í sveitinni, og ræddi við hann um hvað helst
væri til ráða, til að forða þeim hjónaefnum frá álitshnekki og illu
umtali náungans, ef ekki yrði boðið til brúðkaupsveislu á brúð-
kaupsdegi þeirra hjónaefnanna.
Hvort sem þetta mál var rætt lengur eða skemur, kom þeim félög-
um saman um að gera tilraun til að halda brúðkaupsveislu á óvenju-
legan hátt, og eins og nú skal greina:
Félagi Þorláks, sem við skulum nefna Jón, tók að sér að standa
fyrir veislunni og undirbúningi hennar, og skyldi hann fá nokkra
unga menn í lið með sér og skyldu þeir í félagi sjá um alla aðdrætti
á veisluföngum, svo sem kaffi, brauði og brennivíni. Einnig skyldu
þeir útvega veislustað, þar sem húsrými væri nægilegt fyrir marga
gesti. Þá skyldu þeir auglýsa með umburðarbréfi um sveitina hinn
ákveðna giftingar- og veisludag, og tekið sé þar fram að allir séu
velkomnir til veislunnar og að aðgangurinn kosti tvær krónur.
Ekki er annars getið en að þessu hafi verið gerður góður rómur