Húnavaka - 01.05.1974, Side 93
HÚNAVAKA
89
sem það voru karlar eða konur. Oftast voru það flækingar eða fólk,
sem áfengislöngunin knúði til að leggjast svo lágt. Þetta fólk kunni
sér lítið hóf í víndrykkju og var sjaldnast aufúsugestur í veislum
sem þessum.
I frásögn af einni veislu, sem haldin var í Deildartungu í Borgar-
firði, segir frá því að þangað komu nokkrir óboðnir gestir, og eru
tvær persónur nafngreindar sérstaklega, þau Lúðvík Blöndal Björns-
son og Kristín Pálsdóttir (Hlaupa-Kristín). Þessum persónum þótti
báðum sopinn góður, og gættu lítið hófs í drykkjunni. Fyrst féll
Kristín fyrir borð, og voru þá fengnir rnenn til þess að bera hana í
skemmuhús nokkurt og búa um hana þar í reiðingum. Eftir lítinn
tíma hneig Lúðvík einnig útaf og var hann þá dreginn til sömu
skemmunnar og lagður við hlið Kristínar.
Morguninn eftir þegar þau rakna úr rotinu, og Lúðvík verður
þess var hver var legunautur hans um nóttina, kvað hann þessa vísu,
en hann var ágætur hagyrðingur og síyrkjandi:
Kristín mín er gamalt gull,
gott liún hefur oft í sinni.
Við skulum bæði vakna full
vina mín í eilífðinni.
Sú litla saga, sem sögð er í upphafi þessa spjalls, hefur lifað í
munnmælum í kringunt 100 ár, og hef ég talað við menn hér í
hreppnum, sem mundu vel eftir þessari umræddu veislu, og hefur
jDeim borið saman um að engin óánægja hafi orðið útaf því að
aðgangur að veislunni liafi verið seldur á tvær krónur, sem þó var
talsvert verðmæti á þeim tíma. Gera má ráð fyrir að tvær krónur
hafi verið um ihálft lambsverð, eða jafnvel nokkuð meira, en í það
var ekki horft ef vín var á boðstólnum, þá frekar en nú.
Sá sem skrifaði þessa frásögn minnist þess ekki að hafa heyrt um,
eða lesið frásögn af annarri brúðkaupsveislu, sem seldur hafi verið
aðgangur að, og að því leyti er frásögn þessi sérstæð og óvenjuleg.