Húnavaka - 01.05.1974, Side 96
Ferðasögu þessa ritaði höfundur i april 1888 og sendi rnóður sinni.
Sonardóttir hennar Steinunn Jósefsdóttir á Hnjúki fékk söguna hjá henni,
og hefur hún varðveitt hana siðan.
Miðvikudaginn sjötta júlí kl. hálf sjö e. h. lagði ég af stað frá
heimili mínu, Miðhópi í Húnavatnssýslu, áleiðis til Ameríku. Ég
fór um daginn að Þorkelshóli í sömu sýslu, og var þar um nóttina.
Þennan dag var ágætt veður, logn og sólskin, og 20° hiti. Loft-
þyngdarmælir stóð ágætlega (7,8 m). Daginn eftir (7. júlí) fór ég kl.
9i/o f- h. frá Þorkelshóli, og hélt vestur að Þóroddsstöðum í Hrúta-
firði í sömu sýslu. Allan daginn var ágætt veður, logn og sterkur
sólarhiti. Daginn eftir, eður 8. júlí var ég um kyrrt á Þóroddsstöð-
um. Gufuskipið „Camoens" átti sem sé að koma til Borðeyrar þenn-
an dag til þess að taka vesturfara, eftir áætlun þeirri, er eigendur
skipsins (Slimon og Co. á Skotlandi) höfðu samið, en umboðsmenn
(Agents), Allan-línunnar birt alþýðu, því með þeirri línu ætluðum
vér að flytja. Ekki kom skipið þennan áætlunardag sinn og bannaði
þó ekki veður, Jrví það var ágætt allan daginn.
Fjöldi af fólki var komið að Þóroddsstöðum Jægar ég kom þang-
að og bæina Jrar í kring, sem ætlaði sér til Ameríku með áðurnefndu
skipi, Jjegar það kæmi. 9. júlí var ágætt veður, en allt fyrir það kom
ekki Camoens. Á sömu leið fór daginn eftir (10. júlí), að hann kom
ekki, veður var Jdó indælt, glaðasólskin og sterkjuhiti allan daginn.
Næsta dag (11. júlí) var norðan stormur og lieljarkuldi, ekki „ból-