Húnavaka - 01.05.1974, Qupperneq 98
94
HtJNAVAKA
oddsstöðum, Borðeyri og fleiri bæjum í kringum fjörðinn, því allir
ætluðu að vera til taks, þegar skipið kæmi, sem eðlilegt var.
24. júlí var bjart og gott veður fyrri partinn, en gekk á með rign-
ingarskúrum seinni hluta dagsins. Þann dag fluttum vér margir far-
angur okkar, sem á Þóroddsstöðum voru, vestur á Borðeyri, en sök-
um húsþrengsla þar, varð farangurinn allur að vera úti, þangað til
skipið kom, en vegna þeirra miklu rigninga, sem gengu að öðru
hverju, þangað til skipið kom, komst vatn í sumar hirzlurnar, svo
að fatnaður og fleira fúnaði meira og minna, bæði hjá mér og fl.
Ekki kom Camoens þennan dag (24.).
Ég var á Þóroddsstöðum það sem eftir var af júlímánuði, eður til
1. ágúst. Allan þann tíma voru norðan kuldar og óþurrkar, að
undanteknum 2 síðustu dögunum af mánuðinum (30. og 31.), þá
daga var gott veður, logn og sólskin.
28. júlí kom að Þóroddsstöðum, hinn alþekkti fjár- og hrossa-
kaupmaður hena John Coghill, hann var á suðurleið. Honum féll
mjög illa þessi langa bið okkar og kostnaður sá er vér þyrftum að
líða við hana. Hann sagðist búast við, að gufuskipið „MIACA“
kæmi til Reykjavíkur um líkt leyti og hann kærni þangað og sagðist
hann þá skyldu gjöra allt, er hann gæti til þess að fá hana til að fara
norður á Borðeyri og sækja okkur, því hann bjóst við að eins víst
væri að Camoens hefði eitthvað bilast, eða jafnvel farist fyrst hann
væri ekki kominn. Hann ráðlagði okkur að vera viðbúna, ef hún
(Miaca) kæmi, því hún mundi ekki standa öllu lengur við en 6
klukkutíma. Coghill hélt suður, en aldrei kom Miaca og Camoens
ekki heldur, en þessi ráðagerð Coghills var nóg til þess að enginn
þorði neitt að fara úr Hrútafirðinum til þess að leita sér að vinnu
annars staðar, þótt hana hefði einhvers staðar verið að fá af ótta
um að annað hvort skipið kynni að koma á þeirri og þeirri stund-
inni.
1. ágúst var logn og glaða sólskin, þann dag fór ég frá Þórodds-
stöðum að Kjörseyri (bær þessi er að vesturverðu við Hrútafjörð-
inn), því mér var farið að leiðast að sitja á Þóroddsstöðum algjör-
lega aðgerðarlaus. Ég var á Kjörseyri í þrjár vikur, eða til 23. ágúst.
Flesta jressa daga var norðan þoka og kuldi.
Allan Jrann tíma, sem ég var á Kjörseyri, var ég við heyvinnu, án
jress þó að fá annað kaup en það, sem ég borðaði. Þetta hefði ein-
hverntíman þótt „hart í brotið“, og það var jrað líka sannarlega, en