Húnavaka - 01.05.1974, Side 99
HÚNAVAKA
95
eins og þá stóð á þótti heldur gott að geta fengið að vinna fyrir
fæði, þar sein annar eins fjöldi fólks var samankominn eins og í
Hrútafirðinum (urn 300 manns). I það minnsta var það betra, en að
ráfa aðgerðarlaus og kaupa sér fæði, eins og flestir af þessum hóp
gerðu, mest af áðurnefndum ástæðum.
Þennan tíma sem ég var á Kjörseyri komu margar fregnir um
komu Camoens á Borðeyri, sem reyndust allar ósannar. Sautjánda
ágúst var haldinn fundur á Borðeyri, af okkur vesturförum, og full-
trúum úr nokkrum hreppum í Húnavatnssýslu. Einnig mættu
nokkrir úr Dalasýslu og Strandasýslu. Herra Sigurður E. Sverris-
son sýslumaður í Strandasýslu var fundarstjóri.
Tilgangur fundarins var sá að ræða um endurgjald fyrir þann
skaða, er vér vesturfarar höfðum liðið við Jressa langvinnu bið, sem
var beinlínis svikum Slimons og Co. að kenna, eins og síðar verður
drepið á. Ýmsar urðu tillögur manna á fundinum. Nokkrir vildu
biðja um 2—3 kr. í skaðabætur fyrir hvern dag, er vér höfðum beð-
ið, fyrir þá sem borga Jryrftu fullt fargjald (130 kr), og sem að mínu
áliti mátti ekki minna vera, þó að eingöngu væri miðað við vanalegt
kaupgjald yfir sláttinn heima á Islandi, hvað þá ef tekið hefði verið
tillit til tíðkanlegra vinnulauna hér í Ameríku á þeim tíma árs, sem
reyndar lá beinast við að gera.
En þar sem flestir voru með því að biðja ekki um meira en eina
krónu á dag fyrir fullorðna, og 50 aura fyrir börn, þá var það sam-
þykkt, með meirihluta atkvæða.
Fundurinn kaus svo Hr. S. E. Sverrisson til þess að semja bænar-
skrá í þessa stefnu, til landshöfðingjans yfir íslandi, herra Magnús-
ar Stephensen, nefnilega að honum mætti þóknast að sjá um að vér
fengjum þessar skaðabætur borgaðar úr ábyrgðarsjóði þeim er All-
an-línan hafði sett til þess að mega flytja fólk frá íslandi til Ameríku,
og sem einnig er veð fyrir því, að forsvaranlega sé farið með þetta
fólk, sem flytur með henni.
Yfir þessum sjóði hefur landshöfðinginn svo rnikið umboð, það
er mér kunnugt, að hann hefur fullt vald til að endurborga Islend-
ingum, er líða skaða af meðferð Allan-línunnar. Álit fundarins var,
að vér vesturfarar ættum aðganginn að Allan-línunni í gegnum
landshöfðingjann, en hún ætti aftur aðgang að Slimon og Co., sem
hún hafði gert samninginn við að flytja það fólk af íslandi til Skot-
lands, sem með henni ætlaði að flytja til Ameríku. Þessari bæna-