Húnavaka - 01.05.1974, Qupperneq 101
HÚNAVAKA
97
það til bráðabirgða. Útúr þessu „bráðabirgða“ orði hans gátum við
ekki fengið þá meiningu, að við ættum að tapa þessum krónum,
þegar skipið kæmi, heldur miklu fremur að við fengjum meiri Jrókn-
urn síðar. Við sögðum því Sigfúsi, að við mundum halda þessari
skaðabótabænaskrá okkar áfram, en neituðum jafnframt að sleppa
þeim 5 og 10 krónum, er hann var búinn að láta okkur eftir. Þetta
varð svo niðurstaðan, að það borgaði enginn fullorðinn meira en
120 kr. í fargjald, ef hann hafði látið skrá sig fyrir áttunda júlí, og
fyrir börn var borgað 40 krónur. Sigfús varð að sætta sig við þetta,
eða að öðrum kosti að hætta við að flytja okkur, sem honum var
reyndar ómögulegt.
24. ágúst kl. sex fyrir hádegi, lagði Camoens af stað frá Borðeyri.
Þann dag var norðan stormur og þreyfandi þoka. Skipinu gekk mjög
illa norður Húnaflóann, vegna þoku og hafíss. Margir urðu sjóveik-
ir þetta kvöld.
Næsta dag var engu betra veður, og ís heldur meiri. Skipið lá því
að mestu leyti kyrrt um daginn. Þennan dag kusum við þrjá menn
til þess að framfylgja bænaskrá okkar við landshöfðingjann, þegar
til Reykjavíkur kæmi. Hinn 26. ágúst komumst við af Húnaflóa.
Þegar við komum vestur fyrir Horn á Hornströndum, var alveg ís-
og þokulaust, og gekk þá ferðin vel. Við komum til Reykjavíkur 27.
ágúst kl. 6 um morguninn.
Ég og annar maður tókum á móti öllum farbréfum vesturfara í
Reykjavíkurhöfn. Við fórum með þau í land, til þess að láta bæjar-
fógeta undirrita þau. Einnig veittum við viðtöku hjá Sigfúsi, far-
bréfum á ensku, því að hver átti að liafa tvö bréf.
Við hinir sömu reyndum einnig að fá íslenskum bankaseðlum
skipt í Reykjavík, fyrir vesturfara, en það gekk mjög illa. Sigfús
sagðist ekki geta skipt, en vísaði okkur til Coghills, sem þá var í
Reykjavík, og sagði að hann mundi hafa nóg af enskum peningum.
Þegar til Coghills kom, sagðist hann ekki hafa neitt af gulli eða
silfri, og sér væri því ómögulegt að skipta við okkur. Seinast fórum
við í Landsbankann og ætluðum að fá seðlunum skipt þar, fyrir
danska peninga (gull og silfur), því að ekki sýndist okkur Jrað álit-
legt að fara með íslenska bankaseðla til Englands eða Ameríku.
Ekki vildi bankinn skipta heldur, nema fáeinum krónum, og mátt-
um við því fara við svo búið úr Reykjavík. Við bjuggumst Jrví við
að okkur yrði ekkert úr seðlunum, þar sem íslenzki bankinn var
7