Húnavaka - 01.05.1974, Page 102
98
HÚNAVAKA
ekki kominn í neitt samband við útlenda banka, og þar af leiðandi
giltu ekki íslenzkir bankaseðlar annars staðar en á Islandi sjálfu.
Þrír eða fjórir íslenzkir vesturfarar bættust í hópinn í Reykjavík,
og þar að auki unglingspiltur að nafni Daníel Daníelsson, Markús-
sonar, úr húsi Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík, og bróðir konn
hans. Piltur þessi átti að vera túlkur okkar til Skotlands. Nokkuð
margir Engiendingar, er dvalið höfðu lengri eða skemmri tíma á
íslandi um sumarið, komu á skipið í Reykjavík, og fóru með því til
Skotlands. Camoens tók líka um 300^00 hross í Reykjavík. Hross
þessi hafði Coghill keypt fyrir Slimon og Co.
Ekki sinnti landshöfðinginn bænarskrá okkar að öðrn leyti en því,
að hann vísaði þessari þriggja manna nefnd okkar til danska kons-
úlsins í Leith á Skotlandi, það væri hann, sem fyrst ætti að fjalla
um mál þetta. Ef hann vildi ekki sinna því, þá skyldi sér verða
send bænarskráin aftur.
Herra Þorlákur Ó. Johnsen kaupmaður í Reykjavík, ritaði herra
Birni Pálssyni í Leith og bað hann að verða okknr liðsinntur í þessu
máli, er þangað kæmi.
Daginn, sem Camoens lá á Reykjavíkurhöfn, kom nm borð nm
kvöldið, hin nafnkunna heiðursfrú Sigríður Magnúsdóttir frá
Cambridge á Englandi. Hún hafði meðferðis töluvert af fatnaði,
svo sem kjólum, treyjum, hötturn, stígvélaskóm, skyrtum o. fl., til
þess að gefa fátæku fólki á skipinu. Sumt var hérumbil nýtt, en ann-
að talsvert slitið. En þar sem bæði var orðið framorðið dags, og hún
fólkinu alveg ókunnug, þá bað hún mig og manninn, sem með
henni var, að útbýta fötunum meðal hinna fátækustu á skipinu. Það
var gert daginn eftir. Sigríður hafði heyrt, að sumt af þessu fólki
væri mjög fatalítið, og yfirhöfuð fátækt, og vildi hún reyna að bæta
eitthvað úr því með þessu, og get ég fullyrt að öllum komu þessar
gjafir mjög vel, er þeirra nutu, því aldrei hef ég séð meiri fátækt en
hjá sumum á skipinu. Margir af þeim voru kostaðir af sveitunum,
annaðhvort af einhverju eða öllu leyti. En það hefur oft verið ónóg-
ur útbúnaður á þeim mönnum, er sveitirnar hafa kostað af íslandi
til Ameríku. Væri því óskandi að þær sæju betur sóma sinn hér eftir
en hingað til, með því að senda ekki til Ameríku örvasa gamalmenni
og munaðarlausar stúlkur með ungbörn, stundum miður en skyldi
vel á sig komnar til slíks ferðalags. Einnig að þær geri betur við fólk
það er þær senda í framtíðinni, en hingað til. Höfðu t. d. margir í