Húnavaka - 01.05.1974, Side 103
HÚNAVAKA
99
okkar hópi ekki föt til skiptanna, og sumir urðu matarlausir á leið-
inni. Svo var flest ef ekki allt af þessu aumingja fólki, sem hafði ekki
farbréf nema til Quebec, en það var nokkurs konar forsending, að
senda þangað allslausar fjölskyldur, og aðra fátæklinga mállausa (á
ensku). I Quebec og þar í kring voru engir íslendingar, sem ég veit
um, sem gætu rétt þeim hjálparhönd, og svo var oft lítið um vinnu
þar, einkanlega fyrir útlenda aumingja.
28. ágúst kl. 5 um morguninn lagði Camoens af stað frá Reykja-
vík, og um kl. 10 fyrir hádegi fórum við fyrir Reykjanes, og um
miðjan dag hvarf ísland okkur sjónum.
Ferðin gekk með öllu slysalaust til Skotlands. Við fengum gott
veður alla leið, lítinn vind og bjart veður, nema 29. ágúst var þreif-
andi þoka, svo að ekkert sást. Flestir voru allvel frískir, en þó voru
nokkrir veikir af sjóveiki, og fleiri sjúkdómum, sem heldur var
ekkert undarlegt, því að lífsloftið í skipinu var talsvert þungt, og
óhollt, sem eðlilegt var, þegar jafnmörgu fólki og hrossum var hrúg-
að saman á eitt skip, þó að það væri ekki beinlínis hvað innan um
annað.
Mér finnst það vera bæði lagaleg og siðferðileg skylda yfirvald-
anna á íslandi, að sjá um að mannréttindum landa þeirra sé að
engu leyti misboðið, þó að þeir ætli að flytja af landi brott. Ég segi
þetta af þeirri ástæðu að mér þykir það óþolandi að þau skuli
ekkert skipta sér af því þó að mörg hundruð hross skuli flutt á sama
skipi og í sömu ferð og mörg hundruð af vesturförum. Það getur
engum dulist að slíkt getur leitt mikið illt af sér í heilbrigðislegu
tilliti. Sama er að segja urn afskiptaleysi yfirvalda af því, þótt vest-
urfarar þurfi að bíða svo vikum og mánuðum skipti, eftir skipi því
er á að taka þá, og sem oft er að mestu eða öllu leyti að kenna svik-
um „línanna", eða útsendurum þeirra.
Það gekk vanalega mjög illa hjá okkur að fá vatn á Camoens, bæði
heitt og kalt, og þó öllu verr með kalt. Stundum fengum við ekkert
nema skolp. Þeir póstuðu vatnið upp í stamp og sögðu að við gætum
brúkað það bæði til þess að drekka það og til þess að þvo okkur úr
því. Síðan var póstinum lokað svo að við gætum ekki náð vatni nema
með þeirra náðuga vilja. Hvað snertir stampvatnið, þá hefði það
getað verið nokkurn veginn brúklegt, hefðu skipsmenn hirt um að
þrífa stampinn, og sumir landar okkar ekki verið svo óprúttnir að
sökkva þvottaskálum og öðrum miður hreinum ílátum ofan í vatnið,