Húnavaka - 01.05.1974, Page 104
100
HÚNAVAKA
svo að það varð ódrekkandi. Ég held að aðalástæðan fyrir þessari
vatnstregðu hjá skipsmönnum, hafi verið sú að þeir voru hræddir
um að þeir hefðu ekki nóg vatn handa þessum hrossafjölda alla
leið, svo að það kom fram í fleiri en einni mynd hve illt við höfðum
af því að hafa hrossin með á skipinu.
Ég og þrír aðrir söfnuðum saman öllum þeim peningum, gulli,
silfri og seðlum, sem vesturfarar á skipinu höfðu, á leiðinni til Skot-
lands, til þess að hafa þá til taks þegar til Skotlands kæmi, því að
þar var ætlunin að býtta þeim.
1. september kl. 6 f. h. konnun við til Thorsne, en það er lítill bær
á nyrsta tanga Skotlands. Camoens stanzaði dálítið á höfninni, og
það konr strax bátur úr landi til þess að fá fréttir af Camoens, svo
að hægt væri að „telegraphera“ til Granton um komu þess þangað,
og hvað það hefði að flytja. Einn af ensku farþegunum fór í land
með bátnum.
Upp undir sjávarhömrunum á Skotlandi, skammt fyrir norðan
Orkneyjar, sáum við stórt gufuskip nýlega strandað. Þann dag sá-
um við mörg skip á siglingu, bæði seglskip og gufuskip. Mjög gam-
an var að sigla meðfram strönd Skotlands. Hvar sem litið var á land,
blöstu við borgir og hús, bleikir og grænir akrar. Reykjarmekkir sá-
ust nær og fjær á mikilli ferð, úr hinum hraðfara eimhestum (Loco-
motives), sem voru á hlaupum til og frá um landið.
Framhald næsta ár.