Húnavaka - 01.05.1974, Page 105
PÉTUR SÆMUNDSEN:
„Reyna meé samtökum aé losa sig
vié kaupststaéarskuldirnar
Bréf þetta er ritað 1879 til oddvita sýslunefndar í Húnavatnssýslu,
en hann var þá Lárus Blöndal, sýslumaður.
Eins og verzlunarástand vort nú er, þarf það í mörgum greinum
endurbóta við. Frá landsmanna hálfu er nauðsynlegt að vanda allan
kaupeyri og gera hann sem útgengilegastan, auka vörumagnið og
reyna með samtökum að losa sig við kaupstaðarskuldirnar. Mundi
af því leiða, að vér gætum skipt við hvern kaupmann, sem biði oss
bezt viðskipti í það sinnið. En til þess að losa oss við kaupstaðar-
skuldirnar, nægir oss sveitabændum ekki ullarverzlunin ein. Vér
þurfum árlega að reka fjölda fjár í verzlunina til skuldaborgunar og
fyrir nauðsynja vörur, án þess að kostur sé á, að fá nokkrar krónur
í peningum hvernig sem reikningur stendur og leiðir af peninga-
skortinum tilfinnanlegur atvinnuhnekkir t. d. verkafólki verður eigi
goldið kaup sitt fyrir heyvinnu að sumrinu og verður því að lóga
fleiru af fénaði en æskilegt væri fyrir vantandi fóður. En til þess að
auka sláturfé í verði álíturn vér tiltækilegast að koma á niðursuðu
á keti og selja lifandi fé til útlanda, einkum til að fá peninga inn í
landið. Það gæti einnig þénað að sama augnarmiði með skulda-
borganir og til að fá peninga að selja hross út úr landinu nreð fullu
verði, sem svaraði meir en uppákostnaðinum, úr því landsmenn
eru svo skammsýnir að ala upp fleiri hross en þeir þurfa til eigin
brúkunar, sem orðið er almennt álit að ekki svari kostnaði, eins og
tekið er fram í blaðinu Þjóðólfi þ. á 6. október. Hrossasala sú, sem
hingað til hefur tíðkast undanfarin ár af einum einstökum Englend-
ingi með því verði, sem hann ákveður og á óhentugum tíma um há-
sláttinn, er svo óhagkvæm og óaðgengileg, að vér getum ekki unað