Húnavaka - 01.05.1974, Page 106
102
HÚNAVAKA
henni. Oss furðar stórlega á því, að engir aðrir Englendingar en Cog-
hill skuli vilja kaupa hér hross þar sem það liggur í augum uppi, að
hrossaverzlun hans hlýtur að vera ábatasöm með því hann rekur þá
verzlun ár eftir ár og ímyndum vér oss því, að flestum Englending-
um sé ókunnugt um með hvaða verði hross seljast hér eins og oss er
ókunnugt um hvernig hrossin seljast á Englandi. Til þess nú að
koma fram fækkun hrossanna álítum vér æskilegt að fá markað á
næstkomandi sumri á hagkvæmum tíma. Hvað áhrærir sölu á lif-
andi sauðpeningi, álítum vér einnig ætti vel við að auglýsa í ensk-
um blöðum, að viss fjártala væri föl við tilteknu verði á ákveðnu
tímabili, ef sýslunefndin fær ekki komið samningum að á annan
hátt fyrir milligöngu Péturs Kristóferssonar á Stóruborg.
Kostnaður finnst oss mætti borgast af sýslusjóði, svo senr auglýs-
ingar og burðareyrir.
Stóradal, dag 8da nóvember 1879.
J. bórðarson, L Þorsteinsson, Þ. Þorsteinsson,
J. Pálmason, E. Pálmason.
Bréfritarar eru Jón Þórðarson prestur á Auðkúlu frá 1856 til
dauðadags 1885. Hann var lengi prófastur í Húnavatnsþingi, merk-
isprestur og vel látinn.
Ingvar Þorsteinsson, bóndi í Sólheimum d. 1916. Ingvar var lengi
einn af forystumönnum sveitar sinnar og gegndi mörgum trúnaðar-
störfum, var m. a. hreppstjóri í 35 ár.
Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Grund í Svínadal, d. 1921. Þor-
steinn bjó á Grund í marga áratugi. Búþegn góður. Hann var bróð-
ir Ingvars í Sólheimum.
Jón Pálmason, bóndi í Sólheimum og síðar í Stóradal, d. 1886.
Jón sat á Alþingi sem varaþingmaður Húnvetninga 1863—1865.
Hann var atorkusamur bóndi og lengi hreppstjóri.
Erlendur Pálmason, dannebrogsmaður, bóndi í Tungunesi, d.
1888, orðlagður framkvæmdamaður í búskap og hafði á hendi hin
vandasömustu störf fyrir bændur. Þeir voru bræður Jón og Er-
lendur.
Þeir, sem getið er um í bréfinu:
John Coghill mun fyrst hafa komið til Islands upp úr 1870 og