Húnavaka - 01.05.1974, Page 108
Sr. ÁRNI SIGURÐSSON:
Þjóbhátíð Jíiinuetninga 1874
í tilefni 1100 ára afmælis byggðar landsins, eru ráðgerð hátíðar-
höld víða um land, eins og kunnugt er. Fyrir 100 árum er íslend-
ingar minntust 1000 ár byggðar í landi sínu, fóru fram auk aðalhá-
tíðar á Þingvöllum héraðshátíðir í flestum sýslum landsins.
Þjóðhátíð Húnvetninga var haldin að Þingeyrum 2. júlídag þá
um sumarið. Hafði stjórnarnefnd hátíðarinnar samið við Ásgeir
bónda Einarsson um veitingar og undirbúning allan. Var hátíðin
haldin í steinhúsi, er Ásgeir hafði reisa látið uppi á túninu og á sín-
um tíma var ætlað til kirkju.* Hátíðina sóttu um 600 manns úr öll-
um hreppum sýslunnar, nema Bólstaðarhlíðar- og \hndhælishrepp-
um. Dregnar voru við hún þegar urn morguninn tvær íslenzkar veif-
ur, bláar með hvítum fálka í, og ein dönsk, með litum Svía og Norð-
manna í einu horninu. Var ein á turni steinhússins með mynd af
fljúgandi fálka, önnur við austurstafn, hvít með rauðum krossi, og
þriðja heima á bænum með mynd af sitjandi fálka. Hátíðin hófst á
dagmálum, og var þá hleypt af 12 skotum. Var síðan hringt til messu
og hófst hún einni stundu eftir dagmál. Guðsþjónustuna flutti
héraðsprófasturinn, sr. Ólafur Pálsson á Mel í Miðfirði. Söngflokk-
ur söns sálma oj hafði hann verið sérstaklega æfður áður. Frá
kirkju gengu menn í skipulagðri fylkingu samhliða, karlar á und-
an og konur á eftir, til steinhússins. Að klukkustund liðinni var
kvatt til fundar í hátíðarhúsinu með 12 skotum. Bjarni E. Magnús-
son sýslumaður á Geitaskarði (faðir Páls Vídalíns sýslumanns) var
kjörinn fundarstjóri, en sr. Páll Sigurðsson prestur á Hjaltabakka
(faðir Árna prófessors) og Jón Sveinsson sýsluskrifari voru kosnir
fundarritarar. Nefnd hafði áður verið kosin til þess að undirbúa
Er hér um að ræða Þingeyrarkirkju, er þá var í byggingu, vígð 1877. — Höf.