Húnavaka - 01.05.1974, Síða 111
HÚNAVAKA
107
tími til félagsstofnunar, og var þá ákveðið að stefna til fundar á ný
á Guðlaugsstöðum. Á þeim fundi var félagið stofnað og nefnt „Fram-
farafélag Svínavatnshrepps.“ Full félagsmannaréttindi og skyldur
höfðu aðeins ungir menn og ókvæntir. Bændur gátu orðið aukafé-
lagar, en ekki mátti kjósa þá til annara starfa, en að dæma um nám
og störf félagsmanna. Félagið setti sér lög í 14 köflum og alls 40
greinum, og segir í 2. gr. félagslaganna: „Það er tilgangur félagsins
að efla siðferðislega, bóklega og verklega framför og menningu fé-
lagsmanna." Voru félagsmenn skyldir til að stunda að vetrinum
eitthvert nám, bóklegt eða verklegt, og urðu allir að koma til prófs
á vorfundi. Allir félagsmenn voru skyldir til þess að leiðbeina og
hjálpa hver öðrum við námið eftir fremsta megni. Nokkrir utan-
sveitarmenn gengu í félagið, en jafnan varð meira en helmingur fé-
lagsmanna að vera heimilisfastur í Svínavatnshreppi. Félagið aflaði
fjár með árgjöldum félagsmanna og hlutaveltum, og setti sér það að
eyða engu af þeim sjóði, fyrr en liann væri orðinn 600 krónur. Þegar
félag þetta var stofnað voru margir ungir, efnilegir menn í þessari
sveit, og má þar nefna Guðmund son Erlends í Tungunesi (hann
bjó síðast í Mjóadal, hreppstjóri, faðir Sigurðar skólameistara á
Akureyri og Elísabetar á Gili). Jón, son Guðmundar Arnljótssonar á
Guðlaugsstöðum, Guðmund og Þorleif síðar alþm. og póstmeistara,
en þeir voru synir Jóns Pálmasonar, bónda í Stóradal, ásamt ýmsum
fleirum. Loks var þetta framfarafélag sameinað Búnaðarfélagi Svína-
vatnshrepps árið 1882, og rann þá sjóður þess, sem var orðinn rúmar
600 krónur, til Búnaðarfélagsins.
Enn segir Jónas Bjarnason, að samkoma hafi verið lialdin í Ból-
staðarhlíð þetta sumar, til þjóðhátíðarminningar, en ekki er lionum
kunnugt hvaða dag hún var haldin. Lýkur hér með að segja frá þjóð-
liátíð Húnvetninga fyrir 100 árum síðan.