Húnavaka - 01.05.1974, Side 112
JÓNA GUÐRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR:
Ferleg vora átök hans
Asbúðir á Skaga standa á Skagatá, nyrsta býli og hið fyrsta í Húna-
vatnssýslu þegar komið er yfir sýslumörkin. Út frá Ásbúðum er
óhreinn sjór, Ásbúðasker og út frá því Asbúðarif, sem er hættu-
legt skipum. Ég minnist þess er ég var 10 ára, árið 1928, þá sigldi
lítill opinn bátur upp á Rifið í logni og blíðskaparveðri. Mannbjörg
varð, en báturinn liðaðist í sundur á rifinu. Þetta var um heiðbjart-
an hásumardag.
Þegar ég, eftir beiðni, reyni að rifja upp eitt mesta stórbrim, er
komið hefur á öldinni á Skaga, er það ekki vandalanst eftir rúm
fjörutíu ár. Þeir atburðir, sem eru tengdir þessu stórbrimi munu
mér seint úr minni líða. Ég er fædd á Siglufirði, borin og barnfædd
við hið víðáttumikla haf. Ég man er ég barn, sat í fjörusandinum,
horfði á öldurnar og spurði þær hvaðan þær kæmu og hvert þær
færu. Ekkert svar. Hafið hef ég séð í öllum myndum. Séð öldurnar
rísa, séð þær hníga, séð þær stíga dans við ströndina. Heyrt skelli
þeirra, er þær snerta brjóst jarðar, heyrt storminn þeyta lúður sinn
eftir hljóðfalli þeirra.
Er þetta stórbrim gerði að hausti til árið 1939, var ég í Ásbúðum
hjá þeim sæmdarhjónum Ásmundi Arnarsyni og konu hans Stein-
unni Sveinsdóttur. Ásmundur og móðir mín voru bræðrabörn og
kallaði ég hann alltaf frænda. Þar dvaldi ég nokkur ár bernsku
minnar, þar nndi ég mér vel og á þaðan margar ljúfar minningar —
þar sem lognaldan gælir við brotna skel og fjörusand. Daginn áður
en þessi ósköp dundu yfir var stillt og bjart veður, svo að varla sást
skýhnoðri á lofti, en er leið á kvöldið, snerist hann til norðaustan
áttar með vaxandi vindi og þungum sjó. Mér fannst sjálfri hljóðið
óvenju hátt og hvellt. Ég færði í tal við frænda að mér finndist
Ægir óvenju háreistur. Hann svaraði því til að stórstreymi væri og
myndi brim fara í kjölfar þess, mætti segja sjávarflóð. Allir sáu að