Húnavaka - 01.05.1974, Page 114
110
HÚNAVAKA
Fjárhus rétt ofan við
gatnla beeinn.
Myndin tekin 1971
af höfundi.
úthafsölduna brotna við klettótta strönd, geta vart gert sér í hugar-
lund þann hildarleik, sem þar fer fram. Húsið í Ásbúðum var byggt
1928 og stendur liærra en gamli bærinn. Hann stendur á sjávar-
bakkanum, fjós, og hlaða áföst við hann. Gamli bærinn stóð allt af
sér Jrótt brimlöðrið gengi látlaust yfir hann, er öldurnar skullu
heim að dyrum. Hann virtist bara bjóða hinu volduga hafi byrg-
inn. Af hlöðunni tók þakið og mikill sjór komst í heyið og olli
skemmdum. Nýlegt peningshús, senr stóð niður við vatn var eins og
sandbrúga á að líta. Fjárréttin skammt frá bænum sem var öll lilað-
in úr grjóti, hrundi og munu nokkrar ær hafa legið í henni, en ekki
getað forðað sér og lent í tjörninni. Þeim skolaði sjórinn á land
upp. í Jressu óskaplega sjávarflóði hurfu malirnar með öllu meðan
þessi hildarleikur stóð yfir. Sjávarmegin við Ásbúðir var grjótgarður
allur hlaðinn úr grjóti. Hann hrundi og bar sjórinn grjótið langt
upp á tún, svo að liálfsmeters þykkt grjótlag var á túninu og olli það
miklum skemmdum. Gamalt bátanaust stóð niður í Hjallavík, einn
veggur stóð eftir af því, hlaðinn úr grjóti og torfi. Einhverra hluta
vegna Jróknaðist Ægi að skilja hann eftir, og varð hann til lífs einni
á, sem stóð öll Jressi ósköp af sér Jrótt brimlöðrið gengi látlaust yfir
blessaða skepnuna. Ekki var nein leið til bjargar henni, fyrr en
brimrótið lægði, þessar risastóru öldur léku sér að stórum trjám eins
og bolta og hentu þeim langt á land upp með dunum og dynkjum,
því sogin ern svo hrikaleg. Þau verða æðislegri eftir Jrví hvað ólögin
eru stór. Mér stóð svo mikil ógn af hinu viðáttumikla hafi í Jressum
ham, að orð eru óþörf.