Húnavaka - 01.05.1974, Page 115
HÚNAVAKA
111
Skemman, sem slóð af
sér brimið. Hún ein
stendur 80—90 ára
gömul, en búið að rifa
gamla bœinn. Myndin
tekin 1971 af höfundi.
Er leið á daginn fór Ægir að smá dala niður og lægja raust sína,
hefur þótt nóg komið, farið var að huga að skepnunum, er ofsann
lægði. Hestarnir voru heilir á húfi, en mátti ekki tæpara standa að
þeim yrði bjargað, voru komnir í sjálfheldu. Gamli bærinn stóð
eins og klettur úr hafinu og skýldi kúnum, þær lágu jórtrandi á bás-
um sínum, liafa sennilega unað söng Ægis vel. Kindurnar voru í
húsum, sem oftast stóðu opin. Mikil fjörubeit var í Asbúðum og
sóttu ærnar mikið í fjöruna. Æðarfugl lá víða dauður með vatninu
og silungur hvarf að mestu úr því í þessum ægilega sjógangi. Því
Ægir virtist engu hlífa, sem hann náði tökum á. Þó fór allt betur en
á horfðist með skepnurnar, en mest harmaði ég örlög litlu lamb-
anna. Svona er kaldhæðni örlaganna. Mér er í fersku minni við þetta
risabrim hin ægilega stóru sog, og hinar óskaplegu drunur sem þeim
fylgdu. Frá bernsku var mér sjórinn mjög kær, og mínar ljúfustu
stundir eru tengdar sjónum, þótt hann sýndi mér, þessa hlið á sér
í þetta skipti. Það gróa gömul sár. En hvergi hefur mér fundist feg-
urra útsýni en í Ásbúðum. Þar hefur hugur minn alltaf verið. Aldrei
gleymi ég björtu vorkvöldunum, er ég hlustaði liugfangin á kvak
æðarfuglsins og hjal bárunnar við ströndina.