Húnavaka - 01.05.1974, Side 118
114
HÚNAVAKA
stækka og byggðin á milli Blönduóss og Skagastrandar verður nærri
samfelld. Búskaparhættir breytast svo rnikið að nútíma búskapur
verður orðinn gamaldags.
E. Þetta er ekki svo langur
tími, Jóhannes.
J. Þetta eru 25 ár. Við get-
um hugsað okkur, sem millibils-
ástand, að fóðrið verði framleitt
innanhúss með raforkn og jarð-
hita. Þannig er hægt að full-
rækta gras á viku til 10 dögum.
Til þess þarf tiltölulega lítið
húsrými, eitt gróðurhús getur
framleitt fóður handa tngum
kúa eða kinda. Þannig er búið
að gera landbúnaðarframleiðsl-
una sjálfri sér nóga. Við getum
ekki leyft okkur að kaupa inn
próteinfóður, og taka það frá
sveltandi heimi. Við verðum að
nota okkar eigin hráefni. Raf-
orku notum við í vaxandi mæli,
hvernig senr við gerum það, og
þetta krefst þess einnig, að einingarnar verði stærri. Við getum
hugsað okkur bú, þar sem verða um 600—800 kýr, og svipuð þróun
verður hjá sauðfjárbændunr. Allavega verður um stóraukna fram-
leiðslu að ræða og ég vona að efnahagurinn leyfi, að fólk geti etið
fleiri tegundir, og þá framleiðum við hænsna- og svínakjöt á sama
lrátt. Búin verða framleiðslueiningar, jafnvel svo stórar að þær skili
fullunninni vöru.
Síðan þróast þessi búskapur upp í hreinan jarðyrkjubúskap,
þ.e.a.s. við hættum að nota þessa seinvirku aðferð að rækta gras,
senr við látunr síðan fara í gegnunr skepnur til að fá mjólk og kjöt.
Þá verður jrað munaður að borða kjöt af sauðkind og drekka nrjólk
úr kú. Það verðnr nriklu dýrari, fínni og sjaldséðari fæða en lax er
nú. Flestar fæðutegundir verða franrleiddar úr jurtunr á vélrænan
hátt, án þess að við merkjum nokkurn nrun. Til þess verður notuð
sú mikla orka, senr við eigunr óbeizlaða, en verðum alltaf að tryggja
Veðrið mcetti gjarnan verða betra, ef
það verður eliki af mannavöldum.