Húnavaka - 01.05.1974, Page 120
116
HÚNAVAKA
rekstur, verður að hafa næga, ódýra orku. Þá verður jafnvel farið
að virkja sólarljósið eða norðurljósin.
Verður grundvallarbreytwg á samgöngum?
J. Já, það verða komnar raf-
magnsbílabrautir og þarf ekki
nema að setjast í sinn bíl og
styðja þar á hnapp og þá fer
maður sjálfkrafa þangað, sem
óskað er. Það verður líkt því er
við veljum okkur símanúmer nú
og fáum samband við þann, sem
við viljum. Vörurnar verða
settar í gáma, sem síðan fara
sjálfir eftir brautum á áfanga-
stað.
E. Þetta er mjög skemmti-
leg hugmynd, en getum við ekki
einnig hugsað okkur einhvers-
konar loftför, sem kæmu í stað
bílanna.
Ó. En skip verða örugglega
til áfram, en ekki er víst að þau
verði í sama formi og nú, nema
Jóhannes verði búinn að finna upp einhverjar neðansjávarbrautir.
J. Það er ekki útilokað að sitthvað slíkt verði komið. Ekki hefði
okkur dreymt um það fyrir 50 árum að komast á tveirn klukku-
stundum til annarra landa. Það er líka spurning hvort okkur tekst
á einhvern liátt að upphefja jrau öfl ,sem binda okkur.
Breytir maðurinn veðurfarinu?
I. Ég vona ekki, því afleiðingarnar gætu orðið gífurlegar, og
spillt miklu meiru, en þær bættu.
E. Mér finnst uggvænlegt að hugsa til þess. Við myndum ekki
sjá fyrir endann á því, ef við færum að reyna slíkar breytingar.
Ó. Við megum gera Jaað í litlu magni, t. d. að láta snjóa í einni
brekku Jiegar okkur langar á skíði, en fara að gera meiri breyting-
ar eins og t.d. að hafa alltaf sólskin í Húnavatnssýslu, er of mikið.
J. Ég tel mikilvægara að gera okkur óháðari veðurfarinu, en að
breyta Jrví.