Húnavaka - 01.05.1974, Page 121
HÚNAVAKA
117
I. Því er ég sammála, en veðrið mætti gjarnan verða betra og
hlýna svolítið á norðurhveli jarðar, en það má ekki verða af manna-
völdum.
Eylist ferðamannastraumur i
héraðinu?
(). Já hann eykst mikið, t.d.
í Vatnsdal, sem er einhver fall-
egasta sveit á landinu.
Verður þd búið að leggja bú-
skap i Vatnsdal niður og hann
notaður scm ferðamannapara-
dis?
Ó. Ég vil láta Vatnsdal
halda sér eins og hann er nú, og
svo sækir ferðafólkið einnig upp
á hálendið, enda býður það upp
á mikla möguleika.
J. Já, það væri ágætt að bú-
skapur í Vatnsdal yrði eins og
hann er nú. Þar yrðu framleidd-
ar lúxusvörurnar, sem ég talaði
um áðan og fólk keypti til sér-
stakra hátíðabrigða. Þarna yrði
ágætt sýnishorn af búskaparháttum á síðari hluta 20. aldar, sem
ferðafólk gæti skoðað, — já svona forngripasafn. Og Vatnsdælingar
verða áreiðanlega stoltir af því að verða notaðir sem sýningargripir.
Það fellur vel í þann liúmor, sem þar ríkir.
Verður búið að reisa fyrsta flokks liótel d Hveravöllum. Nokkurs-
konar heilsuhceli fyrir auðugt fólk, sem hraði og streita er að gera
andlega vanheilt?
E. Þetta er athyglisverð uppástunga, því að það er staðreynd að
eftir nokkur ár verða útlendingar farnir að sækja í hrönnum til ís-
lands, til að anda að sér hreina loftinu og drekka hreina vatnið.
Mér finnst þetta miklu skemmtilegra en stóriðjuhugsjónir, þótt
það megi ef til vill kalla þetta loftkastala.
I. Það hefur flest verið loftkastalar einhvern tíma, en ég held að
fáir útlendingar kunni að meta íslenzka vetrarveðrið, nema þá til
Lifsgceðagrœðgi núlimans verður að
mestu úr sögunni.