Húnavaka - 01.05.1974, Page 123
H Ú N AVA K A
119
E. Já, það verður komið, því að lífsgæðagræðgi nútímans verð-
ur að mestu úr sögunni. Það verður ekki lengur fínt að eiga tvo bíla
og byggja stór steinhús og komast til Mallorka. Peningar hafa ekki
eins stórt hlutverk og í dag. Fólkið færist nær hvert öðru og lítur
meira til náttúrunnar.
I. Við kunnum líka betur að meta það sem við höfum og leit-
um ekki langt yfir skammt eins og núna.
Ó. Þetta breytist ekki svo mikið. Menn eru alltaf að reyna að
verða sjálfum sér nógir.
J. Margir hlutir, sem eftirsóknarverðir eru í dag, verða ekki til
þá. T.d. verður frystikista álíka forngripur og straujárn með tungu
innan í, sem notuð voru í gamla daga.
En í sambandi við þetta þá verðum við að vona, að sem mesturn
tengslum verði haldið við náttúruna og jrað sem upprunalegt er og
heilbrigt. Við höfum nóg til Jress, einmitt af því að landið er ónumið
að svo stórum hluta.
I. Verða það ekki einmitt lífsgæði að komast í snertingu við
náttúruna?
E. Jú, en liitt mun ekki teljast lífsgæði lengur, að eiga bíla og
stereótæki.
Ó. Við teljum sól með lífsgæðum og það verða áfram lífsgæði
að fá að njóta sólar. Því verðum við að halda áfram að fara til sólar-
landa.
I. En ef við gætum gert okkur ánægð með Jrennan skammt af
sólskini og það af lífsgæðum, sem við höfum fram yfir alla
aðra?
Ó. Þó að takmarkið verði annað, verður hugsunarhátturinn sá
sami. Menn verða alltaf að basla við að ná einhverju, sem Jreir telja
til lífsgæða.
I. Ég held einmitt að fólkið verði að komast út í friðinn og
losna undan áhrifum síns nánasta umhverfis. T.d. að komast upp á
Hveravelli ef þar verður komið þetta hótel.
Ó. Þú getur ekki farið það í þínum vinnutíma. Þú verður að fá
frí og til þess að geta verið þar lengur Jrarftu lengra frí og til þess
þarftu að hafa rninna að gera og af því að þú hefur minna að gera
og vinnur styttri tíma Jrá þarftu hærra kaup o. s. frv. Það er alltaf
eitthvað sem menn sækjast eftir. í gamla daga var það góður hestur,
nú er Jrað fínn bíll og í framtíðinni — eitthvað annað.