Húnavaka - 01.05.1974, Page 124
120
HÚNAVAKA
Hvað verður vinnutiminn langur og hvernig verja menn fritíma
sinum?
Ó. Vinnutíminn verður innan við 40 klst. á viku og það er víst,
að það verður ekki eins rnikil líkamleg vinna.
E. Það er ekki æskilegt, að vinnutíminn styttist frá því sem hann
er í dag, því margir eiga fullerfitt með að fylla út í þann frítíma sem
þeir hafa.
Ó. En þetta er nú það sem menn eru alltaf að berjast fyrir, og
þeir munu fara út í tímafrekt tómstundagaman, sem jafnvel getur
orðið þjóðinni að gagni.
I. Svo framarlega, sem maður getur fundið starf við sitt hæfi,
þá þarf maður ekki svo mikið tómstundagaman í frítímum.
Ó. Það er vandamál hvað sjómenn fá stutt og stopul frí. Þegar
þeir koma í land eftir langa útivist til að stansa þar einn sólarhring,
þurfa þeir raunverulega að gleypa allan heiminn á þessum eina sól-
arhring og hér tala ég af eigin reynslu. Og eru ekki bændur líka að
barrna sér yfir livað þeir eru alltaf bundnir?
I. Hvernig yrði að borgarfólkið kærni út í sveitirnar á laugar-
dögurn og sunnudögum og leysti bændurna af. Þannig kænrist það
líka í snertingu við náttúruna.
J. Frí handa bændum verður ekki lengur vandamál, þegar þeir
verða farnir að framleiða rnjólk úr grasi án þess að hafa kýr.
Verður dsókn eftir að komast d dansleiki og pess hdttar skemmt-
anir jafnmikil og nú?
I. Hugtakið skemmtun verður bi'úð að fá annað innihald. Þetta
dansleikjaform, sem við þekkjum, verður orðið úrelt, vegna þess að
það er ekki nógu gott form á skemmtunum. Áfengis og eiturlyfja-
neysla fer vonandi minnkandi og fleira fólk getur skemmt sér án
þess.
E. Það er búið að sanna vísindalega, að áfengi hefur vond áhrif
á fólk, og það hefur verið rekinn áróður gegn því, þannig að ég held
að neysla þess minnki.
Ó. Það verður áfram aðalatriðið að komast út á meðal fólks.
Dansleikir nútímans eru mannamót eins og kirkjuferðir voru í
gamla daga. Spurningin er, hvað það verður árið 2000.
J. Fjölmiðlar verða orðnir virkari, þannig að skemmtanir standa
til boða hvenær sem er. Þá verða félagsleg samskipti fólks orðin
miklu meira virði og félagslíf verður meira vegna aukins frítíma.