Húnavaka - 01.05.1974, Page 125
HÚNAVAKA
121
Þó er ég á því, að Jsað sé ekki heppilegt að stytta vinnutímann mjög
mikið.
Dansleikir verða vonandi áfram, en með þeirri breytingu, að
menn geti sjálfir temprað hávaðann. Það má hugsa sér, að þá fái
hver sitt heyrnartæki og geti í því valið hljómlist við sitt hæfi og
ráðið hávaðanum.
Heldur heimilið velli með svipuðu sniði og nú er, eða verður
komtm'mulíf orðið algengt?
E. £g er svo íhaldssöm að ég vona að það verði með svipuðum
hætti. Kommúnulíf verður ekki orðið aleengt hér eins og maður
heyrir að sé nú að verða erlendis. Erlendis eru það oftast dreggjar
stórborganna, sem safnast saman í þessar kommúnur, eiturlyfjaneyt-
endur og fólk, sem einhverra hluta vegna getur ekki séð fyrir sér.
Ó. Kommúnulíf verður örugglega ekki algengt, en ég held að
fólk búi saman án þess að til nokkurrar vígslu komi. Það er óvíst að
fólk búi saman allt lífið út í gegn. Þá verður ekkert vandamál að fá
skilnað og það er ekkert skrítið að fólk vilji fá tilbreytingu eftir að
hafa jafnvel búið með sömu manneskjunni í tuttugu ár.
I. Þessu er ég ekki sammála. Ég held að heimilið haldi velli í
svipuðu formi og nú er.
J. Ég er sammála Ingunni. Kjarnafjölskyldan lieldur sér, en sam-
skipti fjölskyldna aukast, sérstaklega þó á milli skyldmenna. Sam-
skiptin verða nánari bæði vegna aukins þéttbýlis og jafnvel af félags-
þörf, sem nú er fullnægt með einhverju öðru móti.
Ó. Það sem ég átti við er að framhjáhald í þeirri merkingu, sem
orðið hefur í dag, verði úr sögunni. Þá verður farið að líta á það
sem eðlilegan hlut, að ég gangi inn i þína fjölskyldu og hugsi um
þitt barn.
I. Fjölskylduhneigðin verður sem sagt úr sögunni! Nei. Það er
sama hverju við breytum í náttúrunni umhverfis okkur. Tilfinning-
arnar, sem við berum í brjósti, verða alltaf þær sömu.
Fólk sem er ástfangið og giftir sig tengist sterkari böndum. Ég
myndi ekkert kæra mig um að minn maki færi til annarrar konu,
en ég fengi annan í hans stað.
J. Þetta kenmr ekki fyrr en eftir lengri tíma en 25 ár og von-
andi verð ég þá dauður.
(). Öl! samskipti verða nánari. Fólk verður ekki eins viðkvæmt
þegar það koma gestir og ríkur ekki til að ryksuga og taka til. Fólk