Húnavaka - 01.05.1974, Qupperneq 132
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON, Höfðakaupstað:
Qömul jólasaga
Þessi jólasaga gerðist fyrir mörgum, mörgum áratugum, þegar
íslenska þjóðin bjó við fátækt, erfið lífsskilyrði, háði stríð við harða
veðráttu, vetrarríki, við lítt nægan feng til lífvænlegrar afkomu til
lands og sjávar, en þá glöddust börnin yfir frostperlum vetrarins,
glæru irostkúlunum í bæjardyragöngunum, hélurósunum á glugg-
unum, en þíddu með handjaðri gluggahélu til að geta séð út, þá
þegar þau glöddust yfir að fá í jólagjöf, kerti, kandísmola, vasaklút,
sokka eða vettlinga. — Og svo byrjar jólasagan.
Lítill torfbær stendur á sjávarbakkanum, með timburþili, sem
snýr í suður. Við skulum nefna litla bæinn Sæból. Það virðist rétt-
nefni því hann stendur á sjávarbakka. Snjóskaflar umlykja litla bæ-
inn og gjöra hann lágreistan til að sjá. Þarna búa hjón ásamt mörg-
um börnum sínum. Það er desembermánuður, fáir dagar til jóla.
Skammdegið dimmt, kaldur vetrargustur blæs með hurðum og
gluggum. Upphitun með mó og sauðataði, illa þurru. Það er að
kvöldi dags. Kveikt hefur verið á olíulampanum, sem ber daufa
birtu um baðstofuna, en þó næga til þess að fjölskyldan er öll að
starfa utan yngstu börnin sem leika sér á gólfi að sauðaleggjnm og
sauðavölum. Nú er unnið af kappi að tóvinnu, því enginn má fara í
jólaköttinn en þá var það kallað ef einhver fékk enga jólagjöf. Það
eiga allir að fá sokka eða vettlinga, eða eitthvað annað til klæðnað-
ar í jólagjöf, kerti eða spil. Því er tekið ofan af ull, kembt, prjónað
og þæft. Það hefir sennilega verið sjaldgæft í gamla daga að hús-
bóndinn ynni að tóvinnu, en hér, á þessu heimili vinnur hann af
kappi að tóvinnunni, enda samhugur lijóna að ljúka verki fyrir
jól. Stundum á vetrarkvöldum tekur húsbóndinn sér í hönd rímur,
venjulegar rímur ortar af Sigurði Breiðfjörð og kveður með þrótt-
mikilli fallegri röddu, ýmsar kvæðastemmur, en kona hans kveður