Húnavaka - 01.05.1974, Page 133
HÚNAVAKA
129
undir með þýðri og geðfelldri röddu. Á þeim stundum hverfa
áhyggjur og daglegir erfiðleikar, sem fátækin skapar svo oft í huga
hjónanna, en gleði samstarfs og góðvildar setja svip sinn á heimilið.
En á sunnudögum tekur hann sér í hönd húslestrabók og les hús-
lestur, en á eftir er kyrrlát, þögul bænastund í nokkrar mínútur. —
En dagarnir líða hver af öðrum og loks rennur upp aðfangadagur
jóla. Húsbóndinn er úti við búfjárgeymslu. Það er stórhríð, frost
og fönn á jörð. Brimhljóð heyrist í gegnum veðurofsann, því litli
bærinn er svo skammt frá sjónum. Brimaldan fellur þung, freyðandi
á klappir og grýttu fjöruna niðrundan bænum. Það hefir hún gert
í hamförum veðra, öld af öld, og skilið eftir engin önnur verksum-
merki en brimsorfið bergið og fjörusteinana. En þess má einnig
minnast, að á sama stað í hlýja sumarblænum, faðmar báran, hæglát
og vinaleg, að sér bergið og hjalar blíðlega við grýtta fjöruna, svo
sem kærastan sínir elskhuga sínum vinahót. Nú er knúið dyra og
húsbóndinn kemur inn frá skepnuhirðingu. Hríðarstormur blæs
inn bæjargöngin, svo hann lokar bæjarhurðinni í flýti. Konan hrað-
ar sér fram úr baðstofunni á móti manni sínum, og segir: „Ég var að
verða hrædd um þig góði minn, þú hefir verið lengur við fjárhirð-
ingu en vanalega." Jafnframt losar hún með hendinni klakahettu
frá andliti hans. Hann svarar: „Það tafði mig að ég var að velja töðu-
gras úr heystabba handa kindunum, af því að nú er aðfangadagur
jóla eiga þær að fá betri mat en venjulega.“ „Það er rétt hugsað af
þér,“ segir konan, klappar á öxl bónda sínum og brosir blíðlega,
„en nú skulum við hraða okkur, fara öll í betri föt, ]dví jólahelgin
byrjar kl. 6. Þú byrjar á að lesa húslesturinn, svo borðum við og
fáum börnunum kertin til að kveikja á, svo það verði nú dálítið
jólalegt hjá okkur.“ Tíminn líður, jólahelgin er komin. Húsbónd-
inn les húslesturinn úr húslestrarbók Péturs biskups og endar hann
með þessum orðum: „Guð gefi vor góðar stundir.“ Svo er kyrrlát
bænastund fáar mínútur. Svo er jólamaturinn framborinn, hangi-
kjöt, rúsínugrautur, laufabrauð, skorið út af húsbóndanum, brauð
og smjör. Allt ber vott um hirðusemi og þrifnað. Jafnvel gólfið í
baðstofunni, sem unnið er úr rekavið, hefir konan sandskúrað og
er nú hvítt sem nýhefluð fjöl. Börnin hafa fengið kerti og spil auk
J^ess sokka og vettlinga eða annan klæðnað og ekkert þeirra hefir
farið í jólaköttinn. Þau eru nú sannarlega glöð með jólagjafirnar, og
nú er óvenju bjart í litlu baðstofunni, þar sem Ijós lifir á svo mörg-
9