Húnavaka - 01.05.1974, Page 134
130
HÚNAVAKA
um kertum, auk olíulampans, sem nú á að lifa ljós á alla jólanótt-
ina. Konan talar við börnin, segir þeim frá hvers vegna jólahátíðin
sé haldin og gróðursetur fræ Guðstrúar í hjörtu þeirra. Þótt hún sé
þreytt eftir margs konar störf, og eftir að undirbúa jólin, svo þau
verði fjölskyldunni til gleði, þá vanrækir hún það ekki.
Við nútíma yfirlit, verður okkur augljóst, að minningin um fórn-
fúst starf fátæku húsmóðurinnar til sjávar og sveita í fyrri daga er
nú fallið úr vitund þjóðarinnar, gleymt, eins og svo margt í lífi ein-
staklingsins í aldanna rás, en hjá höfundi alls lífs er engu gleymt.
Aðfangadagskvöldið líður, þrátt fyrir stórhríð, hvassviðri og
veltibrim niðrundan bænum, hefir þetta jólakvöld skilið eftir í
huga fátæku fjölskyldunnar ánægju og gleði, sem ekki eiga sér ræt-
ur í tímanlegum verðmætum, auði og allsnægtum, heldur í kærleik
og samstarfi. — Svo gengur fjölskyldan til hvílu, hjónin óska hvort
öðru góðrar nætur, með ástríkum kossi, og engill svefnsins breiðir
verndarvængi sína yfir heimilið.
Nú er litli bærinn horfinn og hjónin kornin til hinstu hvílu, en
brimið skellur sem áður á klappirnar og ströndina á vetrurn og
báran hjalar sem áður, vinalega á sumardegi, fyrir neðan þar sem
litli bærinn stóð.