Húnavaka - 01.05.1974, Síða 135
JVlinningargreinar
JÓN PÁLMASON Á AKRI.
Veröldin, þar sem víðsýni skín, er góð til starfa hverjum manni.
Einn, meðal fleiri staða í Húnaþingi, er á sér slíka eigind, er á
Akri. Þar er fagurt að sjá til dalafjalla og útsæinn.
Akur er við Húnavatn, er Vatnsdalsá breiðir úr sér og á bökkum
hennar eru grónar lendur, hins sjálfsána akurs, hins grasgefna engis
er gjafmilt er mjög Þingbúum.
Akur stendur við norðurenda Húnavatns og horfir mót suðri og
sól. Byggðahringur er stórbrotinn með býlunum Stóru-Giljá, Litlu-
Giljá og Brekku að austanverðu, en stórbýlunum Þingeyrum, prests-
setrinu Steinnesi og Sveinsstöðum, að vestanverðu.
Um fjóra tugi ára hefur búið þar einn af höfðingjum Húnvetn-
inga, Jón Pálmason á Akri. Hann mun snemma hafa ætlað sér stóran
hlut í félagsmálum og þjóðmálum, því hann átti sjálfstraust gott
og framaþrá. Enda er slíkt nauðsynlegt þeim, er vilja gefa sig til
forystu um málefni manna.
Um ættmenn Jóns Pálmasonar, Skeggsstaðamenn, má segja, að
fólki hefur þótt ráð að efla þá til forystu, því eigi færri en 15 þeirra
hafa á alþingi setið og taldir atkvæðamenn.
Jón Pálmason var fæddur 28. nóvember 1888, á Ytri-Löngumýri.
Voru foreldrar hans Pálmi, bóndi Jónsson, Pálmasonar, alþingis-
manns í Stóra-Dal, er var bróðir hins vitra manns og samningalipra,
Erlendar, bónda í Tungunesi. Voru þeir af Skeggsstaðaætt.
Þaðan kom Jóni á Akri hyggindi og djúpt skyn á framvindu
mála, ásamt ríkum félagsanda og mannþekkingu.
Móðir Jóns, kona Pálma, var Ingibjörg Eggertsdóttir, frá Skefils-
stöðum á Skaga, Þorvaldssonar bónda á Fossi, Gunnarssonar Guð-
mundssonar, bónda á Skíðastöðum í Laxárdal. Er það mannmörg
ætt og fjöldi kjarnafólks meðal þeirra Skíðunga, að dugnaði og
gáfum.