Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 138
134
HÚNAVAKA
þar. Hafði og forgöngu um stofnun Búnaðarsambands Austur-Húna-
vatnssýslu og var formaður þess í fjórtán ár. Sagði hann þar til sín
ættararfurinn, því afi hans Jón Pálmason alþingismaður í Stóradal,
stofnaði Búnaðarfélag Svínavatnshrepps, er var fyrsta félag sinnar
tegundar í landi hér. Allt þetta greiddi götu Jóns í máli hans til
leiðtoga í héraði, hinu forna Ævaringa goðorði.
Mun Jóni Pálmasyni hafa fundist nokkuð þröngt um sig í sinni
heimasveit, um völd og félagsmál og lét nú föðurleifð sína, Ytri-
Löngumýri og flutti að Akri í Þingi árið 1923. Fór honum líkt og
sumum höfðingjum á Sturlungaöld, að hann kaus sér ábýli, þar sem
var í þjóðbraut og góð voru tengsl við mannfólkið. En svo var um
Akur, er var nærri þjóðveginum og styttra til þéttbýlisins við ósa
Blöndu og fiskiversins í Höfðakaupstað. Þá má og vera, að konu
lians, Jónínu Valgerði Ólafsdóttur, hafi fýst að vera þar er sæi til
sjávar, en hún er frá Minni-Hlíð í Bolungarvík. Henni kvæntist Jón
Pálmason árið 1916. Er hún mikilhæf dugnaðarkona, er með stjórn-
semi og hógværð stjórnaði heimili þeirra hjóna. Er margt mætra
manna meðal ættmenna hennar, að búsýslu og góðum hæfileikum.
Þau hjón eignuðust þessi börn:
Ingibjörgu, gifta Guðmundi Jónssyni frá Sölvabakka, búsett á
Blönduósi.
Salóme, gifta Reyni Steingrímssyni, frá Eyjólfsstöðum, bónda í
Hvammi í Vatnsdal.
Pálma, alþingismann og bónda á Akri, kvæntan Helgu Sigfúsdótt-
ur frá Breiðavaði.
Margréti, sem búsett er í Reykjavík og er sambúðarmaður henn-
ar Sigþór Steingrímsson.
Einn son, er andaðist á bezta aldri, Eggert, lögfræðing og bæjar-
stjóra í Keflavík, kvæntan Sigríði Theódóru Árnadóttur, bónda á
Bala í Þykkvabæ.
Það lætur að líkum, að slíkur maður, sem Jón Pálmason, hefði
hneigð til að skipta sér af þjóðmálum og að sýslubúar kæmu auga á
hann sem álitlegan leiðtoga þeirra. Ungur hafði Jón skipað sér í
raðir Sjálfstæðisflokksins eldra, er var andstæðingur Heimastjórnar-
flokksins. En þessi flokkaskipan riðlaðist við fullveldið 1918. Þá fór
meginhluti Sjálfstæðismanna í Framsóknarflokkinn, er upphaflega
hét flokkur óháðra bænda, er Jón gekk í. En síðar gekk hann úr
honum á þeim árum er Sjálfstæðisflokkur stóð nokkuð höllum fæti