Húnavaka - 01.05.1974, Side 140
136
HÚNAVAKA
Jón Pálmason var málsnjall maður og styrkur vel í þeim svipting-
um, er oft eru manna milli, á málaþingum. Þá var liann ritfær í
bezta lagi og skrifaði oft um þjóðmál og var ritstjóri Isafoldar. Hann
var og óragur við að taka ákvarðanir, er jafnvel gátu orkað tvímælis.
Má þar til nefna, að hann var einn þeirra bænda í þingflokki sín-
um, er studdi Nýsköpunarstjórnina svonefndu og var þá mikið gjört
til framfara í héraði hans.
Hve Jón hélt lengi velli í Húnaþingi má þakka, hve hann náði
miklum vinsældum meðal flokksmanna sinna og einnig ýmissa ann-
arra heima í héraði, enda var honurn jafnan annt urn allt er laut að
framförum héraðsins og einstaklinga þess.
Þá var Jón og stjórnvitur maður, bæði af brjóstviti og þjálfun í
stjórnmálum. Framkoma hans var líka alúðleg á íslenzka sveita-
vísu. Hann var og allra manna gestrisnastur og hinn bezti nágranni.
Enda átti hann ávallt sigri að fagna í hinum pólitízku sviptingum,
unz yfir lauk. Var Jrá jafnan risna rnikil í garði hans á Akri, er menn
nefndu sigurhátíð. Drukku menn þá full goðans á Akri og viðruðu
sig í sumardýrðinni um víða velli, um sólarlagsbil, þá fegurst er
við Húnaflóa.
Hélt svo lengi fram, um frama Jóns og flokksfylgi. En með hinni
nýju kjördæmaskipun rugluðust mjög hinar pólitízku reitur, enda
hætti þá margur hinna gömlu og reyndu þingmanna, er bezt höfðu
sigrað jafnan með rniklu gengi, þeir vildu fá Jón með sér. En Jón
Pálmason vildi berjast til þrautar, en náði eigi kosningu, en i sali
hins háa alþingis gekk arfi Björns Eysteinssonar, Björn Pálsson,
hinn auðgi á Löngumýri. Jón Pálmason var þó eigi áhrifalaus mað-
ur, né völdum rúinn. Hann sat sem varaþingmaður á alþingi. Hann
var og endurskoðandi landsreikninga 1937—64, formaður bankaráðs
Búnaðarbankans, og áður í bankaráði Landsbankans 1953—56, er
hefur ráð hins gullna gjalds, er sá skal til framkvæmda búþegna. En
þeir skulu síðan njóta uppskerunnar af, frá jarðargróðanum.
Þó Jón Pálmason kæmi víða við og hefði nóg tækifæri til að
greiða götu sína og annarra, varð hann eigi auðugur maður. Og þó
að hann dveldi langdvölum í Reykjavík, var hugurinn heima í
Húnaþingi. Hann var því alla æfi bújregn sinnar sveitar. Lengi frarn
eftir árum stundaði Jón heyskap á sumrurn og var breitt klæði á
þekjuna er gesti bar að garði, er hann var á engjum. Jón byggði allt
upp á Akri og þótti í fremstu röð meðal fjárræktannanna.