Húnavaka - 01.05.1974, Page 142
138
HÚNAVAKA
mér bæri skylda til að vera góður drengur og fylgja Guðs míns
boði og vilja“. Fyrirbænir móður hans og hollráð urðu honum eigi
til einskis, heldur glæddu með honum trúarlíf góðs og göfugs
manns, er grundvallaði á margan rnáta lífsgæfu hans.
Það bar við að Jón flutti kveðjuræður við útfarir og fórst það,
sem vænta mátti vel úr hendi og orti einnig erfiljóð og bænaljóð.
Þar er þetta, þar á meðal.
Sendu nú Drottinn ijós og himins landa
leiftur, sem blika gegnum þoku og ský.
Þegar ég hika og stend í vafa og vanda
að veginum hála og bugðótta sný.
Lát þá geisla úr ljós og dásemd þinni
lýsa mér glöggt og bjarga sálu minni.
Jón Pálmason var kirkjurækinn og hugleiddi andleg mál, má þar
til nefna að hann samdi páskahugvekju eitt sinn og rétti presti ein-
um er sat á alþingi og þótti ræðan snjöll og góð. En páskahátíðina
virtist Jón halda mest upp á af hátíðum kirkju vorrar. Kom þar
liið gamla kaþólska viðhorf manna, samanber sigurinn mesti en
þar segir Jón:
Sá var mesti sigurinn
sýndur á páskamorguninn
er þú reyndist upprisinn
inngenginn í himininn
dýrðarhái drottinn minn
dásamlegi frelsarinn.
Jón Pálmason á Akri, kaus sér leg að norðanverðu við Þingeyra-
kirkju. Þaðan sér vel heim að Akri, út til hafs, heiða og fjallatinda,
er varða Húnaflóa. Hvar sólin sígur í mar við hið ysta haf, roðar
himinn og hauður, svo eins og sér til ódáinsheima, eins og oss sé
sýndur endi veraldar og fegurð himnanna. Eilífðin, er við önd
vorri skal taka.
Önd vor lofar Drottinn. Blessuð sé með oss minning hins andaða
hölds í Húnaþingi, Jóns Pálmasonar.
Pétur Þ. Ingjaldsson.