Húnavaka - 01.05.1974, Page 144
140
HÚNAVAKA
Jón Stefánsson kvæntist 1929 Guðrúnu Jóhannsdóttur Gunnars-
sonar frá Skálahnjúk. Hún var fædd 17. ágúst 1903 í Kambakoti.
Voru foreldrar hennar Jóhann Pétur Gunnarsson bóndi Sæunnar-
stöðum í Hallárdal og kona hans Friðrika Steingrímsdóttir Jónatans-
sonar á Nálsstöðum. Páll ritstjóri Vísis var móðurbróðir Guðrúnar.
Gunnar Hafliðason á Skálahnjúk var merkisbóndi. Móðir hans var
Björg Magnúsdóttir frá Syðra-Vallholti, er var föðursystir Péturs
Pálmasonar í Valadal, er var annálað hraustmenni og hagsýnn bóndi.
Þau hjón Jón og Guðrún á Kagaðarhóli eignuðust sonu. Stefán
bónda og hreppstjóra á Kagaðarhóli, sem er kvæntur Sigríði Hösk-
uldsdóttur frá Vatnshorni í Skorradal. Og dr. Magga Jóhann arki-
tekt, er lærði smíðar og síðan húsagerðarlist í Svíþjóð og Bandaríkj-
unura. Hann er kvæntur Sigríði Soffíu Sandholt kennara.
Þeim hjónum vegnaði vel í búskapnum á Kagaðarhóli og urðu
stoð og stytta hvors annars og skildu Jrá eðliskosti, er Jseim voru
léðir í vöggugjöf. Jón varð góður búþegn, er ræktaði landið og rækt-
aði gott hrossakyn. Hann hafði og gagnsamt bú og byggði nýtt íveru-
hús á árunum 1949—1952, er var að öllu leyti lians verk utan senr
innan að smíði til. Stendur þetta hús ekki öðrum að baki hér í
héraði. En drengir hans voru konmir vel á legg er hann hóf hús-
smíðina.
Guðrún kona hans lá eigi á liði sínu, enda átti hún til dugnaðar-
fólks að telja og vel gefins. Bar framganga hennar þess vott í bú-
skapnum. Hún gekk heils hugar að verki og vissi hvað dugnaður og
fyrirhyggja giltu um dagmál búskapar í voru harðbýla landi. Mun
hún án efa hafa kunnað að meta að hún var komin í sveit, er snjó-
léttari var og betur viðraði, en Jrar sem hún hafði alist upp. Var hún
sú, er eigi svaf á verðinum, enda ákaflynd og þrekmikil. Hún hafði
mikið yndi af góðhestum, er lengst af voru helzta farartækið í henn-
ar búskap.
Jón Stefánsson sinnti mjög sveitar- og héraðsmálefnum. Hann
sat í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps 1922—50, þar af oddviti 1922—
46 að hann gaf ekki kost á sér lengur til Jress starfs, jDÓtt eftir væri
leitað. Sýslunefndarmaður var hann 1938—1962 og í fasteignamats-
nefnd A.-Hún 1930 og aftur 1940. Þá sat hann á Búnaðarþingi 1949.
Var hann mikill áhugamaður um nýtingu jarðhitans á Reykjum,
lengi umsjónarmaður sundlaugarinnar þar í sambandi við undir-
búning sundnámskeiða og hvatamaður um byggingu skóla þar.