Húnavaka - 01.05.1974, Page 146
142
HÚNAVAKA
Hann starfaði mikið að málefnum samvinnufélaganna einkum þó
Sláturfélagsins, sem nú heitir Sölufélag Austur-Húnvetninga. í
sviptingum manna á meðal um kaupfélagsmál sýndi hann sem
annars staðar trygglyndi og heilsteypt hugarfar. Hann sat í stjórn
Kaupfélags Húnvetninga 1939—43 og í stjórn Sláturfélags Austur-
Húnvetninga 1938—59 og var gerður heiðursfélagi þess. Verða eigi
frekar rakin hér hin fjölmörgu störf hans í þágu sveitar sinnar og
héraðs.
Guðrún Jóhannsdóttir var og félagslynd og starfaði af áhuga í
kvenfélagi sveitar sinnar og sat um skeið í stjórn þess. Hún var
heimilisrækin og kunni vel að sjá um hagi heimilis þeirra hjóna, er
maður hennar var burtu vegna sveitarmálefna.
Það var líka án efa þeim hjónum til ánægju, er mátti þeim til
gæfu telja að sonur þeirra Stefán tók jörðina og kvæntist ágætri
konu. Var því ævistarfi gömlu hjónanna borgið og þeim búin rósöm
elli á Kagaðarhóli, þar sem allt horfði til betri vegar eftir kröfum
tímans, en gömlu hjónin höfðu lagt svo góðan grundvöll að með
ræktun og híbýlakosti.
Pétur Þ. Ingjaldsson.
ARI HERMANNSSON, Blönduósi.
Fceddur 5. janúar 1941. — Dáinn 25. ágúst 1973.
JÓNAS HALLDORSSON, Leysingjastöðum.
Fœddur 10. mai 1936. — Dáinn 25. ágúst 1973.
Þótt skin sólarinnar sé ljjart, syrtir stundum skyndilega í lofti og
þótt umhverfi sé fagurt, getur það breytt um svip. Svo fannst mér
verða, er sú harmafregn spurðist, að látizt hefðu af slysförum tveir
menn í blóma lífsins, menn búnir óvenjulegu atgerfi til líkama og
sálar menn, sem allir væntu að ættu langan og afkastamikinn starfs-
dag fyrir höndum. Tveir vina minna og félaga voru horfnir í einni
svipan. Allar efasemdir voru tilgangslausar, öll orð fánýt. Þessir