Húnavaka - 01.05.1974, Side 147
H ÚNAVAKA
143
glæsilegu menn prýddu ei lengur húnvetnskar byggðir. F.ftir stend-
ur skarð, sem vandséð er hvernig fyllt verður.
„Nú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrautum.“ Svo kvað
jónas við lát Bjarna Thorarensen. \7ið fráfall þeirra Ara Hermanns-
sonar og Jónasar Halldórssonar drúpti allt Húnaþing höfði í sorg
og átti þó treginn sér engin héraðsmörk. En þótt mikils sé misst er
ekki síður ástæða til að Jrakka það, sem við höfðum átt. Slíkir menn
falla ekki í gleymsku. Þeir skilja eftir sig dýran sjóð minninga, sem
verma mun hug vina þeirra um ókomin ár. Ég veit, að sá sjóður mun
ylja þeim mest, sem sárast eiga um að binda.
Þeir, sem lögðu af stað í morgunljómanum tóku land við ókunna
strönd. Þar bíða mikilla mannkosta ný viðfangsefni, aukinn þroski.
Þar hefur birtan ekki fölskvast við komu félaganna tveggja.
ARI HERMANNSSON var fæddur á Blönduósi 5. janúar 1941,
elzti sonur hjónanna Þorgerðar Sæmundssen og Hermanns heitins
Þórarinssonar, bankaútibússtjóra, sem lézt langt fyrir aldur frarn
árið 1965. Ari lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni,
en hélt ekki áfram námi, Jrrátt fyrir mikla hæfileika. Hann hóf
störf hjá útibúi Búnaðarbanka íslands á Blönduósi 1964 og starfaði
þar síðan til dauðadags, lengst af sem gjaldkeri, en áður hafði hann
sinnt ýmiskonar störfum. Hann var umboðsmaður Morgunblaðsins
á Blönduósi og jók útbreiðslu þess þar mjög. Ari var meðal stofn-
enda Bridgefélags Blönduóss og formaður þess um skeið. Hann tók
nokkurn þátt í íþróttum um hríð og var áhugamaður um þau efni.
Otilíf ýmiskonar var honum kært. Hvar sem hann lagði hönd að
gekk hann heill til verks. Störfin virtust leika í höndum hans, enda
hafði hann aflað sér mikilla vinsælda viðskiptamanna þeirrar stofn-
unar, sem hann starfaði lengst við, fyrir lipurð og öryggi í störfum,
auk þess sem gamanyrði voru gjarnan á hraðbergi. Hann var skarp-
greindur, skemmtinn í vinahópi og hafði fastmótaðar skoðanir.
Hann hafði ríka samkennd með þeim sem minna máttu sín, enda
áttu þeir jafnan öruggan málsvara þar sem hann var. Hann var
hreinskiptinn, hirti lítt um að vera allra vin, en var vinum sínum
trölltryggur og vildi veg þeirra í öllu. Hann var djarfhuga og skjót-
ráður og hafði stundum sýnt óvenjulegt harðfengi þegar þess þurfti
við, enda var sem lífskrafturinn geislaði af honum. Hann var dreng-
ur góður. Að honum er sjónarsviptir.