Húnavaka - 01.05.1974, Page 149
HÚNAVAKA
145
ár vann hann að búi foreldra sinna á Leysingjastöðum, en stundaði
jafnframt um hríð barnakennslu á vetrum í Vatnsdal. Reyndist
hann farsæll kennari, virtur af nemendum og foreldrum. Vorið 1965
hóf hann búskap á hluta af Leysingastöðum, sem foreldrar hans
höfðu fengið honum til eignar og reisti þar nýbýli. S. 1. vor hafði
hann tekið við allri jörðinni til ábúðar og keypt að mestu bú föður
síns. Hann var framkvæmdamaður og rak stórbú af myndarskap,
en mestur var þó hlutur hans sem ræktunarmanns. Standa þar sem
órækir minnisvarðar hinar víðlendu túnbreiður á Leysingjastöðum
og kúastofn í fremstu röð. Skal þó ekki vanmetinn þáttur föður
hans í hvoru tveggja. Hann náði miklum afurðum af búi sínu og
ræddi um hvern grip í hjörðinni með þeirri hlýju sem einkenndi
hann.
Jónas tók talsverðan þátt í störfum ungmennafélaganna um skeið
og síðar í bridgefélagi á Blönduósi. Þar sem annarsstaðar komu
gáfur hans og hæfileikar í ljós. En hið langviðamesta af tómstunda-
og félagsstörfum hans var þó bundið skáklistinni. Hann var braut-
ryðjandi í eflingu skákíþróttar í héraðinu, m. a. með því að koma
á sveitakeppni í skák á vegum ungmennafélaganna og sem skák-
maður bar hann hróður sinn og sinnar byggðar hátt hvar sem hann
fór. Hann varð fimm sinnum Norðurlandsmeistari í skák og hlaut
að sigurlaunum fagran farandgrip, er hann vann til eignar. Meðal
fjölmargra annarra sigurvinninga á skákborðinu má nefna, að í síð-
ustu ferð sinni á skákmót í Reykjavík bar hann sigur úr býtum.
Hann komst í fremstu röð í þessari íþrótt, þrátt fyrir einangrun og
erfiðar aðstæður. Slíkar voru gáfur hans og ótrauður vilji.
Jónas var höfðingi heim að sækja, glaður og reifur jafnan, oft
með spaugsyrði á vörum, en þó alvörumaður undir niðri. Áhuga-
sviðið var vítt og gáfurnar miklar. Umræðuefni skorti því ekki,
hver sem viðmælandinn var. Hann hafði yndi af skáldskap, var les-
inn töluvert, og fróður um ýmsa hluti. Hann var kappsfullur nokk-
uð bæði í leik og starfi, en varkár í dómum og prúðmenni hið
mesta. Hvar sem hann fór batt hann sem ósjálfrátt bönd vináttu,
sem styrktust við aukin kynni. Þau bönd slitna ekki, þó að nú sé
lengra á millum en fyrr.
Ég átti því láni að fagna, að leiðir okkar Jónasar lágu saman þegar
í æsku, svo nærri stappaði að við værum aldir sem fóstbræður um
skeið. Þótt aldursmunur væri nokkur, stóð hann ekki í vegi þess,
10