Húnavaka - 01.05.1974, Síða 151
Mannalát árih 1973
Svava Þorsteinsdóltir, ekkja, andaðist 28. janúar á H.A.H.,
Blönduósi. Hún var fædd 7. júlí árið 1891 að Mjóadal, A.-Hún.
Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Pétursson bóndi þar og
kona hans Anna Jóhannsdóttir. Hún ólst upp í foreldrahúsum í
Mjóadal og síðar að Mánaskál í Laxárdal. Árið 1915 giftist hún
Hannesi Ólafssyni frá Eiríksstöðum, er lést af slysförum árið 1950.
Hófu þau búskap að Eiríksstöðum og bjuggu þar til ársins 1928, en
Jrá fluttu Jrau að Hamrakoti á Ásum. Síðar brugðu þau búi og fluttu
til Blönduóss.
Eftir lát manns síns flutti Svava til Auðar dóttur sinnar og manns
hennar í Reykjavík, Jiar sem hún dvaldi um nokkur ár.
Börn Jreirra hjóna eru: Auður, gift Sigurði Hjálmarssyni húsa-
smíðameistara í Reykjavík, Sigurgeir bóndi í Stekkjardal, kvæntur
Hönnu Jónsdóttur frá Stóradal, Torfhildur, búsett í Reykjavík og
Jóhann Frímann, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, kvæntur Freyju
Kristófersdóttur, en þau eru búsett í Reykjavík.
Allmörg síðustu ár ævi sinnar átti Svava við heilsuleysi að stríða.
Hún var greind kona og víðlesin, traust og trygglynd.
Kristjdn Kristófersson, fyrrv. bóndi í Köldukinn á Ásum, A.-Hún.,
andaðist á H.A.H. 30. mars. Hann var fæddur 8. apríl árið 1890 að
Köldukinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristófer Jónsson bóndi þar
og kona hans Anna Árnadóttir. Kristján var yngstur finrm alsyst-
kina, sem öll eru látin, en Jrrjú hálfsystkini hans eru á lífi.
Hann ólst upp í foreldrahúsum í Köldukinn, en þar átti hann
heimili sitt til hinstu stundar. Ungur að árum sótti hann búnaðar-
námskeið að Hólum í Hjaltadal, og einn vetur var hann vetrar-
maður að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Þann 19. ágúst árið 1916
kvæntist Kristján Guðrúnu Jónsdóttur, sem ættuð var frá Mjóadal.
Sama ár hófu þau hjón búskap á hálfri fögurleifð lians, Köldukinn,
á móti Jóni bróður hans, og á allri jörðinni árið 1918. Bjuggu þau