Húnavaka - 01.05.1974, Page 152
148
HÚNAVAKA
hjón þar um 35 ára skeið eða til ársins 1951, er synir þeirra hjóna
tóku við jörðinni, en dvöldust síðan í skjóli þeirra.
Börn þeirra eru: Bergþóra, gift Pétri Péturssyni vélamanni á
Blönduósi, Jón bóndi í Köldukinn, kvæntur Margréti Björnsdóttur,
og Kristófer, er einnig býr þar, kvæntur Brynhildi Guðmunds-
dóttur.
Um langt skeið var heimili þeirra hjóna í þjóðbraut og komu því
margir þangað og nutu gestrisni þeirra. Var heimili þeirra löngum
j^ekkt fyrir rausn og snyrtimennsku. Kristján gerði eigi víðreist um
ævina. Hann batt miklum tryggðarböndum við föðurleifð sína ung-
ur að árum. Þar var ævistarf hans unnið, og þar óskaði hann að lok-
um, að vera kvaddur úr hlaði, hinstu skilnaðarkveðju.
Guðmundur Magnússon frá Leysingjastöðum, andaðist 15. maí á
H.A.H., Blönduósi. Hann var fæddur 5. ágúst árið 1895, að Gilá í
Vatnsdal, A.-Hún. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Magnússon
og Kristín Eiríksdóttir, er bjuggu síðast að Hurðarbaki á Ásum.
Guðmundur var af merkum ættum, skagfirskum og húnvetnskum.
Var þar margt merkra manna, m. a. Guðmundur Magnússon, pró-
fessor, er var föðurbróðir hans. í móðurætt var Guðmundur kominn
út af hinni kunnu Djúpadalsætt í Skagafirði. Var Eiríkur móðurafi
Guðmundar ættaður frá Héraðsdal í Skagafirði.
Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum á Gilá, síðar á Litlu-
Giljá og Hurðarbaki. Árið 1909 missti hann föður sinn. Varð hann
því fyrirvinna heimilisins ásamt Jóni bróður sínum, er var tveim
árum eldri. Þeir bræður bjuggu með móður sinni, þar til hún lést
árið 1924, og síðar í sambýli, eftir lát hennar, allt til ársins 1927, en
það ár brugðu þeir búi. Jón fluttist til Reykjavíkur, en Guðmundur
réðist í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Sveinsstaða- og Torfa-
lækjarhreppum, en lengst af dvaldi hann á Akri hjá Jóninu Olafs-
dóttur og Jóni Pálmasyni, bónda og alþm. Einnig átti hann heimili
um skeið að Brekku í Þingi, en þó lengst af á Leysingjastöðum.
Haustið 1972 gerðist Guðmundur vistmaður á Elliheimilinu á
Blönduósi, þar sem hann dvaldi til dauðadags.
Guðmundur var trúr og skyldurækinn í störfum sínum, starfs-
maður góður o? lét varla starf úr hendi falla. Hugur hans hneigðist
snemrna til bókarinnar og mátti telja hann sjálfmenntaðan mann í
besta lagi. Fékkst hann nokkuð við sögu og ættfræði, en svo var um